Stefán Karl er byrjaður aftur hjá fyrirtækinu með annan fótinn, eins og sagt er, en hann þurfti að hætta störfum um tíma vegna veikinda sinna. Kjartan kemur sterkur inn ásamt öðrum sérfræðingum á sviði ræktunar þar sem eftirspurnin er mikil.
Spretta ræktar Grænsprettur fyrir veitingahús og atvinnueldhús og hefur verið að vaxa mjög ört undanfarna mánuði. Þar starfa nú fjórir starfsmenn við ræktun og dreifingu og stendur til að fara inn á salathausa markaðinn á næstu vikum, og fleiri vörutegundir og því er mikilvægt að hafa vel þjálfað starfsfólk í hverju horni.
Það má því segja að Glanni Glæpur og Árni Pylsa séu báðir komnir í grænmetið, en kannski Árni bjóði upp á SS pylsur af og til.