Atli Steinn hefur verið búsettur í Noregi ásamt konu sinni, Rósu Lind Björnsdóttur, frá því í maí árið 2010. Atli Steinn sem er með þrjár háskólagráður vinnur í fullu starfi hjá AGA gasframleiðandanum og í hlutastarfi sem prófarkalesari hjá Morgunblaðinu, auk þess sem hann skrifar líka af og til fréttir frá Noregi. Atli Steinn hefur nýlega lokið við það þrekvirki að þýða nýjustu bók bók norska rithöfundarins Jan Erik Fjell, yfir á íslensku.
Og nú leitar hann að plötum, þó ekki fyrir sjálfan sig heldur vinnufélagann Emil, sem er forfallinn black-, death-, speed- og almennt metalfíkill og vínylplötusafnari.
„Eru einhverjir tengdir mér hér sem enn liggja á miklum vínylplötusöfnum og vilja hugsanlega losna við hluta af þeim? Emil vinnufélagi minn er forfallinn black-, death-, speed- og almennt-metal fíkill og -safnari á vínylplötur og lýsir eftir tveimur gripum sem hann telur sig vanta í safnið. Hann taldi rétt að kanna hvort Íslendingurinn á vinnustaðnum þekkti einhvern/einhverja sem ættu eftirfarandi til og vildu selja honum. Hann er tilbúinn að greiða eðlilegt verð auk póstkostnaðar. Gripirnir eru:
1) ICECROSS – ICECROSS LP
Icecross Records IC 534 753, útgáfuár 1973
2) FLAMES OF HELL – FIRE AND STEEL LP
Draconian Records IC 666, útgáfuár 1987
Eigi einhver frumútgáfur þessara verka, ekki síðari tíma fölsun frá 2010, og vilji sá hinn sami selja eða gefa þær til Noregs, má hafa samband við mig á þessum þræði eða í einkaskilaboðum.“