Íslendingar stóðu í miklu stappi þessi árin vegna veiðanna, sér í lagi við Bandaríkjamenn, og reyndu að gera sig breiða. 27. ágúst árið 1987 lýsti sjávarútvegsráðherrann Halldór Ásgrímsson yfir þeim vilja ríkisstjórnarinnar að halda veiðum í vísindaskyni áfram en koma til móts við Bandaríkjamenn með því að draga úr veiðum á ákveðnum tegundum.
Utanríkismálanefnd AlÞingis kom saman og ræddu nefndarmenn málið á meðan þeir smjöttuðu sjálfir á hvalkjöti.
Vísindaveiðar hófust þó ekki fyrr en árið 2003.