fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Valdimar og Sigurborg: Settu sér áramótaheit sem er frábært fyrir sambandið og þau sem einstaklinga

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Valdimar Víðisson og Sigurborg Geirdal settu sér áramótaheit fyrir þremur árum að gera eitthvað nýtt saman í hverjum mánuði. Þau skiptast á að skipuleggja hvað er gert í hverjum mánuði og segja uppátækin góð fyrir sambandið og þau sem einstaklinga.

Hjónin starfa saman, Valdimar er skólastjóri Öldutúnsskóla og Sigurborg starfar þar sem kennari. Þau eiga þrjú börn: Lilju 30 ára, Elísu 24 ára og Víðir Jökul 11 ára, auk tveggja barnabarna, sem eru 6 ára og 9 mánaða. Í viðtali við Fjarðarpóstinn sagði Valdimar nánar frá þessum uppátækjum og hvaða áhrif þau hafa haft.

„Við vorum eitthvað að ræða hvað okkur þætti nú gaman að gera ýmislegt saman og fengum þá þessa hugmynd að setja okkur það sem áramótaheit að prófa eitthvað nýtt í hverjum mánuði. Ákveðið var að við myndum skiptast á að plana eitthvað og fékk hvort okkar sína mánuði. Sá sem á þann mánuð planar eitthvað og hinn fær einungis að vita hvenær það verður og hvernig á að vera klæddur,“ segir Valdimar, en þau bjuggu svo til myllumerkið #nýttíhverjummánuði þar sem þau söfnuðu saman myndum.

Planið tók óvænta stefnu

Aðspurður um hvað sé eftirminnilegast segir Valdimar að erfitt sé að velja á milli, en eitt af því hafi átt sér stað líklega í mars í fyrra. „Þá vorum við með vinum okkar og ég tek fram að þónokkur pör í kringum okkur hafa nú tekið upp þetta áramótaheit. Planið tók óvænta stefnu þegar við hittum fjóra vini frá Bandaríkjunum sem voru að ferðast um landið og vantaði upplýsingar um góða staði í Reykjavík. Þeir enduðu á að fara með okkur út að borða og við sátum allt kvöldið að spjalla við þessa nýju vini okkar um mismunandi menningu landa okkar. Hrikalega skemmtilegt kvöld og svo sannarlega nýtt fyrir okkur.“

Mikið hlegið og minningum safnað

Valdimar segir að það sé eitthvað við það að koma hvort öðru svona á óvart með því að skipuleggja eitthvað skemmtilegt til að gera saman. „Við höfum skemmt okkur vel í hvert einasta skipti, hlegið mikið og safnað yndislegum minningum. Sem einstaklingar þá ýtir þetta okkur oft ansi hressilega út fyrir þægindarammann, sem er hverjum einstaklingi hollt að gera. Við höfum komið okkur sjálfum og hvort öðru á óvart með hvað við getum og reyndar líka hvað við getum síður. Þetta víkkar líka sjóndeildarhringinn að prófa hluti sem manni hefði aldrei dottið í hug að prófa áður,“ segir Valdimar að lokum.


Gengið að Glym.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni