fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Hvað kostar að láta gelda læðu?: Munar allt að 10.000 kr á milli dýralækna

Fókus
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 15:38

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú nálgast sá tími sem margir gæludýraeigendur fara með kettlingana sína og láta bæði ormahreinsa, örmerkja, bólusetja og gelda.

Fókus setti upp dæmi og hringdi nokkur símtöl þar sem við könnuðum hvað það kostar að láta framkvæma þetta á fimm mánaða læðu sem er meðal stór.

Meðal verðið fyrir þetta allt saman er í kringum 31.000 krónur en af þeim níu stöðum sem við hringdum í var verðið lang ódýrast hjá Nínó, heilsuhúsi fyrir hunda og ketti í Lækjargötu í Hafnarfirði. Þar rokkar verðið á bilinu 25 til 27.000 krónum, allt eftir því hversu þungt dýrið er þar sem lyfin eru gefin samkvæmt því.

Næst ódýrust er þjónustan hjá Helgu Finnsdóttur, dýralækni í Skipholti, en þar kostar í kringum 28.000 að fara með læðu í geldingu, ormahreinsun, örmerkingu og bólusetningu.

Alltaf ódýrara fyrir strákana

Töluvert ódýrara virðist vera að láta gelda fressketti. Hjá Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti kostar u.þ.b. 35.000 krónur að fara með læðu í þessar aðgerðir en  23.000 kr. fyrir fress. Hlutfallslega er munurinn nokkuð sambærilegur hjá öðrum dýralæknum.

Já, góðan dag. Mig langar að forvitnast um hvað það kostar sirka að koma með meðal stóra, fimm mánaða gamla læðu, í ófrjósemisaðgerð, bólusetningu, örmerkingu og ormahreinsun?  

Dýraspítalinn Víðidal:
32.500

Dýralæknastofa Reykjavíkur, Grensásvegi:
30.100

Dýraspítalinn í Garðabæ:
Sirka 31.000

Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur:
28.000

Dýralæknirinn Mosfellsbæ:
33.000

Dýralækningastofa Suðurlands, Selfossi:
34.127

Dýralækningamiðstöðin Grafarholti:
Sirka 35.000

Dagfinnur Dýralæknir, Skólavörðustíg:
33 – 35.000

Nínó ehf. Heilsuhús fyrir hunda og ketti:
25 – 27.000

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“