fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Elín Kára: 12 raunhæfar leiðir til að spara pening á árinu

Elín Kára
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Káradóttir heldur úti blogsíðu undir eigin nafni þar sem hún skrifar um jákvætt hugarfar, fjármál og lífstíl. Í þessum pistli fjallar hún um 12 raunhæfar leiðir til að spara, sem ættu að geta nýst öllum sama hvort þeir eru í peningavandræðum eða ekki.

Mánuð eftir mánuð talar fólk um peningaleysi. Óvænt útgjöld geta komið inn á borð hjá mjög skipulögðu og fjárhagslega öguðu fólki eins og hjá öllum.

Hér eru nokkrir punktar sem ég tel að geti nýst öllum, hvort sem menn eru í peningavandræðum eða ekki. Með því að tileinka sér alla punktana til lengri tíma, þá mun það gjörbreyta þinni fjárhagsstöðu. Þú munt líka finna fyrir því ef þú tekur einn eða nokkra punkta og tileinkar þér þá í ár eða meira. Nr. 4, 6 og 8 eru mínir uppáhalds.

  1. Ganga meira og nota bílinn minna.
    1. Bensínlítrinn er kominn í 200 kr og á bara eftir að hækka á árinu.
    2. Því minna sem bílnum er ekið því minna verður viðhald á bílnum.
  2. Vera skipulagður þegar kemur að matarinnkaupum og fara sjaldnar inn í verslun
    1. Gerðu innkaupalista og farðu eftir honum.
    2. Kauptu heilan kjúlla í stað þess að kaupa bringur eða lundir. Taktu kasjúhnetur í bökunardeildinni í staðin fyrir heilsudeildinni o.s.frv. Vertu sniðugur í innkaupum.
    3. Settu upp matseðil fyrir vikuna og verslaðu það sem vantar.
    4. Færri ferðir þýðir minna keypt af óþarfa.
  3. Nýta betur það sem þú átt af ÖLLU, minnkaðu sóun
    1. Sniðugt að hafa TTK-rétt (taka til í kæli) reglulega, lágmark 1x í viku. Ef þú ert oft að henda ósnertum mat, þá skaltu endurskoða innkaupin þín. Þú ert að henda peningum með því að henda mat.
    2. Notaðu föt lengur. Ágætt að spurja sig hvort það sé í raunveruleikanum þörf á þessari flík sem þú ætlar að kaupa. Markmið ársins: hættu að vera tískuþræll.
    3. Kláraðu snyrtivörur áður en þú kaupir þér nýjar, (margir eiga 5 tegundir af body lotion og svona mætti lengi telja).
  4. Búum til minningar og hættum að kaupa áskrift að sjónvarsefni
    1. Ódýrasta áskriftin að Stöð 2 kostar 9.990 kr mánuði eða 119.880 kr á ári.
    2. Skiptu út dýrum áskriftum fyrir ódýrari, t.d. þá kostar Netflix $10 (1.200 kr.).
    3. Svo ertu skyldug/ur til að borga fyrir Rúv, láttu það duga því það er temmilega leiðinlegt. Þar að auki eru margar ókeypis íslenskar sjónvarpsstöðvar með ágætis efni inná milli.
    4. Búðu til minningar með fjölskyldunni í stað þess að sitja upp í sófa. Farðu í sund, út á leikvöllinn, í heimsókn til vina/ættingja, lestu bók, spilaðu, njóttu. Það fer illa saman að kvarta undan tímaleysi á meðan meðal einstaklingur horfir í 4 klst á dag á sjónvarp.
  5. Taktu með þér nesti og borðaðu sjaldnar úti
    1. Settu þér markmið að fara bara einu sinni í viku út að borða.
    2. Græjaðu nesti fyrir morgundaginn, það sparar tíma, pening og minnkar sóun. Þú finnur það bæði í peningaveskinu og á hliðarspikinu ?
    3. Nýttu afganga frá kvöldinu áður í nesti fyrir vinnuna.
    4. Þegar þú ferðast um landið, taktu með þér nesti. Kostnaðurinn er fljótur að safnast upp fyrir 4 manna fjölskyldu sem ætlar að koma við í sjoppum eða matsölustöðum á leiðinni. Þetta verður iðulega líka hollari kostur.
  6. Losaðu þig við líkamsræktarkortið ef þú ert ekki að nýta það 3x í viku eða oftar
    1. Ertu áskrifandi að líkamsræktarkorti sem þú notar ekki? Ef svo er, ekki endurnýja áskriftina og farðu ekki seinna en núna í það að segja því upp.
    2. Hreyfum okkur úti eða heima. Göngutúr, fjallgöngur og heima æfingar kosta ekkert.
    3. Sund, hlaupahópar, blak og fl. er dæmi um hreyfingu sem kosta minna.
    4. Skipulögð námskeið í x vikur er oft góður kostur fyrir fólk sem vinnur í skorpum. Þá greiðir þú einungis fyrir x vikur og nýtir peninginn miklu betur.
  7. Drekktu meira vatn og minna af drykkjum sem þarf að borga fyrir
    1. Vatn kostar ekkert og er hollasti drykkur sem völ er á.
    2. Ein gosflaska á dag kostar ca. 250 kr. eða 91.250 kr. á ári.
  8. Minnka (og svo hætta) áfengis- og tópaksnotkun
    1. Ef ekki til að spara pening þá a.m.k. til að bæta heilsuna.
    2. 4 bjórar keyptir bar á viku kosta 4000 kr. sem gera 208.000 kr. á ári.
    3. 4 bjórar úr ÁTVR á viku kosta 1200 kr. eða 62.400 kr. á ári.
    4. Hálfur pakki af sígarettum á dag kostar 650 kr. eða 237.250 kr. á ári.
    5. Pakki af sígarettum á dag kostar 1300 kr. eða 474.500 kr. á ári.
      1. Gætir þú gert eitthvað við auka 682.500 kr. á ári eða auka 56.000 kr á mánuði?
    6. Áfengisnotkun fylgir oft meiri kostnaður eins og leigubílar, skyndibitamatur og verkjalyfjakaup. Ef það er að hlaupa á mörgum 1000 kr. á viku hjá þér, þá er þarna frábær leið fyrir þig að spara pening á mjög auðveldan máta.
  9. Skipulegðu sumarfríið snemma
    1. Bókaðu flug og hótel eins snemma og hægt er.
    2. Nýttu þér Hraðtilboð og fleira sem flugfélögin bjóða uppá.
    3. Safnaðu punktum í gegnum kreditkort (ps. lærðu að umgangast kreditkort og nýttu þér kosti þess).
  10. Eigðu fyrir því sem þú ætlar að kaupa
    1. Það er dýrt að taka yfirdrátt eða kreditkorta raðgreiðslur.
    2. Notaðu seðla til að fá tilfinningu fyrir útgjöldunum þínum.
  11. Endurskoðaðu símareikninginn þinn
    1. Það er ekki á ábyrgð símafyrirtækisins að þú sért í réttri áskrift! Það er á þinni ábyrgð.
    2. Fáðu aðstoð við að finna út hvort þú sért í áskrift sem hentar þinni notkun.
  12. Settu þér markmið og reglur um útgjöldin þín
    1. Skammtaðu þér pening til neyslu fyrir mánuðinn. Skiptu þeirri upphæð niður fyrir hverja viku.
    2. Oft gott að taka eina og eina viku þar sem þú notar einungis peninga. Þannig færðu betri tilfinningu fyrir því hvað hlutirnir kosta.
    3. Agi! Vertu agaður í fjármálum.

 

Taktu sparnaðinn og leggðu til hliðar. Notaðu hann af skynsemi.

Borgaðu inn á lánin þín, þannig spararðu þér vaxtagreiðslur.

„Munurinn á fátæku- og ríku fólki er, að fátækt fólk sparar eftir að það er búið að greiða allt [ef það er afgangur], en ríkt fólk sparar fyrst og nýtir svo afganginn til þess að greiða allt“ – Jim Rohn.

Facebooksíða Elínar Kára.

Instagramsíða Elínar Kára.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni