fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
FókusKynning

Agnar Örn afrekshjólari: Prjónar um göturnar á Cannondale

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 23. apríl 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

GÁP er með nokkra hjólara á samningi, sem sjá um að kynna betur þær vörur sem þar fást, eins og Cannondale-hjólin. Cannondale er stórt og þekkt merki á alþjóðavísu, með bæði götu- og fjallahjól, sem eru létt og góð. Cannondele býður lífstíðarábyrgð á stellunum og hafa skapað sér sérstöðu með fjallahjólum sem eru bara með gaffal öðrum megin, „kallast Lefty“. Þannig er hjólið léttara, en í keppnum spilar þyngdin verulegu máli og í alþjóðlegum keppnum erlendis er lágmark á þyngd hjóla.

Agnar Örn Sigurðarson er 17 ára nemandi á húsasmíðabraut í FB, hann er búinn að æfa og keppa í hjólreiðum síðan árið 2016. „Ég er búinn að reyna fullt af íþróttum og fann mig best í hjólreiðum.“

Hann vann Uphill-keppnina í vetur og var það í annað sinn sem hann keppti. „Það gekk ágætlega í fyrra skiptið, þá tapaði ég á móti þeim sem lenti síðan í öðru sæti þá, þannig að ég ákvað að taka mig á og æfa vel fyrir keppnina í ár,“ en töluverður fjöldi keppti í ár.

Agnar er búinn að taka þátt í bæði fjalla- og götuhjólakeppni, á cross country-hjólum, hann hefur keppt tvisvar í WOW Cyclothon, fyrst hjólaði hann með Hjólakrafti og í seinna skiptið keppti hann í fjögurra manna liði fyrir King Cannondale GÁP Elite.

Agnar keppir eingöngu á Cannondale-hjólum, „á léttu og stífu hjóli, sem kallast Super Fix Ivo,“ segir Agnar, sem á fjögur hjól í dag: fjallahjól, racer, BMX og síðan hjól sem hann setti saman sjálfur.

Er ekki nóg að eiga bara eitt hjól? „Þetta er svona áhugafíkn, það er ekki bara gaman að hjóla, það er líka gaman að fikta í þeim og breyta.“

„Hjólreiðar eru öðruvísi,“ segir Agnar aðspurður hvað það sé við hjólreiðarnar sem heillar svona.

Næsta keppni hér heima er Morgunblaðshringurinn 26. maí næstkomandi hjá Agnari sem æfir og keppir allt árið. „Nú er bara að æfa og keppa og safna reynslu.“ Agnar fer út 9. maí í fyrstu keppnisferðina erlendis, Tour de Himmelfart í Danmörku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi