Tvö ummæli áttu eftir að koma honum í klandur, þegar hann lýsti Adolf Hitler sem „sadistanum á kanzlarastólnum þýzka“ og að nasistarnar stæðu fyrir „villtri morð- og píslaöld“.
Magnús Guðmundsson dómsmálaráðherra höfðaði mál á hendur Þórbergi og Alþýðublaðinu að beiðni þýskra stjórnvalda fyrir að móðga þjóðhöfðingjann.
Voru báðir aðilar málsins sýknaðir í undirrétti en Þórbergur sakfelldur í Hæstarétti þann 31. október sama ár og sektaður um 200 krónur.
Á sama ári voru fimm menn, einn af þeim skáldið Steinn Steinarr, sakfelldir fyrir að móðga Þýskaland þegar þeir rifu niður nasistafánann við ræðisskrifstofuna á Siglufirði og tröðkuðu á honum.