Þrír fyrrum forsetar mættu til að votta henni virðingu sína, Barack Obama, George W. Bush, sonur hennar, og Bill Clinton. Má sjá þá á meðfylgjandi mynd ásamt eiginkonum þeirra, Michelle Obama, Laura Bush og Hillary Clinton, ásamt eftirlifandi eiginmanni Barböru, George H. W. Bush.
Athygli vekur að núverandi forseti, Donald Trump, er ekki á myndinni en hann sá sér ekki fært að mæta. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að hann hafi ekki mætt „til að forðast truflun vegna aukinnar öryggisgæslu og vegna virðingar við Bush fjölskylduna og vini og ættingja sem verða við athöfnina.“
Fjarvera forsetans kom ekki í veg fyrir að eiginkona hans, Melania Trump mætti og brosti hún sínu breiðasta aldrei þessu vant.