Lögreglan í Minnesota-ríki Bandaríkjanna hefur opinberað myndbrot og ljósmyndir úr aðsetri söngvarans Prince við Paisley Park, en myndefnið var tekið skömmu eftir andlát hans í apríl árið 2016.
Prince lést 57 ára að aldri og leiddi krufning það í ljós að hann hafi látist af völdum ofneyslu lyfja.
Í myndefninu má finna ýmis lyfjaílát og ógrinni af snyrti- og förðunarvörum. Einnig sjást ýmsir leikmunir, ljósmyndir og málverk stillt upp til að sýna stærstu afrek stjörnunnar, en var þó hvergi vottur af minnismerkjum um fjölskyldumeðlimi eða vini.
Örstutta kynningarferð um Prince-setrið má finna í eftirfarandi myndbroti ásamt ljósmyndum lögreglunnar hér að neðan.
Prince var mikið fyrir það að stilla upp myndir af sjálfum sér í gegnum ferilinn um allt heimilið.
Prince fannst látinn í þessari lyftu á heimili sínu. Sést þarna ilmblanda í horninu hjá teppinu.
Söngvarinn átti nóg af förðunar- og snyrtivörum, þó hann hafi sjálfur ekki verið alltaf mikill snyrtipinni. Talið er að hinn 57 ára gamli söngvari hafi verið haldinn mikilli þráhyggju fyrir því að líta unglega út.
Í sérstöku geymslurými Prince fannst gríðarlegt magn af óútgefnum upptökum, gögnum og alls kyns lyfjum.
Talsvert magn af óaðgreindu, hvítu dufti fannst á heimilinu, eins og sést hér ásamt silfurskeið.
Glimmer-skór þóttu í sérlega miklu uppáhaldi hjá söngvaranum.
Innihald þessa veskis skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið.