fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Kara Kristel sýnir á sér hina hliðina: „Vinir mínir myndu klárlega halda að ég hefði lamið einhvern illa eða fyrir að reka pimp-þjónustu“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 20. apríl 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kara Kristel Ágústsdóttir, förðunarfræðingur og kynlífsbloggari, hefur vakið mikla athygli fyrir opinskáa og hispurslausa pistla sína um kynlíf og ástamál. Kara Kristel sýnir lesendum DV á sér hina hliðina.

Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt?
Að ég sé tussa, margir halda líka að ég sé vitlausari en ég er.

Ef þú þyrftir að eyða 100 þúsund kalli á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu?
Asos.com.

Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa?
One Dance með Drake.

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?
Pilsbuxur, „if you know you know“.

Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?
Hrafnhildi, vinkonu minni, það hefur ekki klikkað í 15 ár.

Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag?
Nei, bara alls ekki, hef aldrei gert og mun aldrei gera. Mamma segir samt að ég hafi gert það, en ég neita að trúa henni.

Hverju laugstu síðast?
Að ég væri mætt fyrir utan stað, en var ekki lögð af stað.

Um hvað geta allir í heiminum verið sammála?
Það geta aldrei allir í heiminum verið sammála.

Ef þú mættir bæta við ellefta boðorðinu, hvernig hljómaði það?
Fries before guys.

Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann?
Kylie Jenner.

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í heiminum á þínum líftíma?
Örugglega að Obama varð forseti eða það urðu aldamót. Og iPhone.

Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik?
Mean Girls, það væri geggjað.

Ef þú yrðir handtekin án skýringa, hvað myndu vinir þínir og fjölskylda halda að þú hefðir gert af þér?
Vinir mínir myndu klárlega halda að ég hefði lamið einhvern illa eða fyrir að reka pimp-þjónustu, mamma myndi halda að ég hefði misskilið eitthvað eða lögreglan misskilið eitthvað. Pabbi myndi halda að ég hefði verið handtekin fyrir of hraðan akstur of oft.

Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama daginn myndi Lagarfljótsormurinn finnast, Frikki Dór vinna Eurovision fyrir Íslands hönd og Donald Trump myrtur. Hver væri stærsta fyrirsögnin í blaðinu þínu daginn eftir?
Lagarfljótsormurinn ætti forsíðuna, sagan um hann átti stóran hluta af æsku minni, blaðið yrði myndskreytt alls konar ormum og mismunandi sögusögnum sem hafa gengið um hann. Trump og Frikki mættu vera á öðrum miðlum, þeir myndu alveg taka yfir internetið og þessir atburðir myndu ekki fara framhjá neinum þótt mitt blað væri tileinkað orminum.

Hvert er þitt stærsta líkamlega afrek í lífinu?
Þau eru eiginlega tvö sem ég er gríðarlega stolt af, ég gekk með barn og fæddi það. Svo annað, ætli ég hafi ekki verið í 10. bekk, þegar öll unglingadeildin átti að fara í tveggja daga fjallgöngu. Ég man ekki hvað fjallið hét, en við áttum að fara upp fjallið, niður það og svo hálfhring í kringum. Ég reyndi allt til að komast hjá þessari fjallaferð, án árangurs. Sem endaði þannig að af 30–40 manna hópi, alls ekki í besta forminu úr hópnum, var ég langfyrst upp, niður og hringinn. Það var ekkert nema hugarfar mitt að komast heim sem hvatti mig, því fyrr sem ég kæmist upp því fyrr kæmist ég heim. Það þurfti reyndar oft að stoppa mig, ég fór svo hratt.

Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?
Núðlur með Aromat og „skinny dipping“ í útlöndum!

Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir?
Engu, ég man ekki eftir því að hafa unnið heimsmeistaratitil í neinu, en mér finnst enginn vera betri en neinn, við erum öll bara fín.

Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi, allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja?
Viðlagið við Piece of me – Britney Spears á virkum dögum og I’m so groovy – Future um helgar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni