fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fókus

Ferðalög: 6 æsandi Instagram reikningar fyrir fagurkera og ferðasjúka

Margrét Gústavsdóttir
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðavefurinn Dohop.is birti á dögunum lista yfir sína eftirlætis „instagrammara“ en Instagram getur verið frábær innblástur fyrir ferðasjúka. 

Dohopparar eru á því að ekkert sé meira hressandi en að fylgjast með ævintýrum „alvöru fólks“ og ekki skemmir það fyrir þegar þetta fólk er klárt að munda myndavélarnar sínar. Þá er einnig hægt að þiggja heilræði frá þessu ágæta fólki enda vita ferðavanir að það sem skiptir mestu máli er að fá „tips“ frá þeim sem hafa verið á staðnum og hafa kannski svipaðan smekk og maður sjálfur.

Hér eru nokkrir af uppáhalds Instagramreikningunum þeirra á Dohop.

1.Prettycitylondon

Þessir snillingar leika sér að því að sýna bestu hliðar London sama hvaða árstíð er. Ef London er borg sem þér finnst alltaf gaman að heimsækja muntu finna marga gagnlega punkta hér. London er líka einn af þeim stöðum sem er ódýrast að fljúga til frá Keflavík.

2. Mimi Thorisson

Mimi er matreiðslubókahöfundur, sjónvarpskona og greinahöfundur hjá Condé Nast Traveller. Ef þig dreymir um að búa á herragarði í Frakklandi, elda franskan sveitamat, drekka góð vín og njóta lífsins í góðum félagsskap skaltu kíkja á reikninginn hennar Mimi. Hún, börnin hennar og eiginmaðurinn Oddur Þórisson, ljósmyndari, mynda frábært teymi sem gaman er að fylgjast með.

3. Oddur Thorisson

Oddur er íslenskur ljósmyndari, greinahöfundur hjá Condé Nast Traveller og eiginmaður fyrrnefndrar Mimi Thorisson. Hann er líka vínþjónn (ef þú hefur áhuga á vínum þá er það líka góð ástæða til að fylgjast honum), hundaræktandi og ef út í það er farið, holdi klædd skilgreining á lífsnautnamanni. Ljósmyndirnar hans munu líklega verða til þess að þú ferð að skipuleggja frí til Frakklands eða Ítalíu þegar í stað.

4. The pretty cities

Þessi reikningur býður upp á efni frá fallegum borgum víða um heim. Fylgdu þessum reikningi ef þú ert á höttunum eftir fjölbreyttri blöndu af mismunandi menningarheimum, byggingum, mat, blómum og eftirminnilegum stöðum.

△This is us not worrying about a thing!? ◦ We found this hot tub in the middle of the Italian alps totally by accident when going though some instagram stories from the place we were staying at! This gave us the perfect place to relax and unwind after alot of driving in Austria! ◦ ◦ ◦ #italy #southtyrol #südtirol #sudtirol_lovers #tirol #visitsouthtyrol #dolomiti #vscoitaly #italianalps #lovetirol #landscape_lovers #travelcouple #coupletravelgoals #travelustcouples #ourplanetdaily #greatnorthcollective #wildernessculture #greatoutdoors #creativetravelcouples #globetrotters #travelsandchill #ongooglemaps #outside_project #lifeofadventure #folkgreen #earthpics #destinationearth #lensbible #wildernesslifestyle #travelcouples

A post shared by ↞ ICELANDIC TRAVEL COUPLE ↠ (@icelandic_travelers) on

6. Icelandic_travelers

Icelandic Travelers stendur saman af tvíeykinu Tönju og Sverri. Þau eiga heima á Íslandi og taka frábærar myndir á ferðum sínum um landið. Þau ferðast líka til annarra landa en þó mest um Ísland.

Big Buddha, Hong Kong Photo by @salty_sandals #fantastic_earth

A post shared by FANTASTIC EARTH (@fantastic_earth) on

6. Fantasticearth

Allur heimurinn eins og hann leggur sig og alveg stórbrotnar myndir. Þetta er reikningur sem deilir myndum frá ástríðufullum ferðalöngum á Instagram. Listinn yfir draumaáfangastaðina þína mun lengjast umtalsvert eftir að hafa skoðað þennan reikning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“
Fókus
Í gær

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Auður Gísla og Elvar Freyr eiga von á barni

Auður Gísla og Elvar Freyr eiga von á barni