Germaine Greer sjokkeraði til dæmis marga þegar hún gagnrýndi MeToo hreyfinguna og ekki varð sjokkið minna þegar hún hélt því fram að transgender konur „gætu ekki verið konur“.
Nú hristir þessi 79 ára gamli feministi aftur upp í fólki með yfirlýsingum sínum um að Megan muni örugglega flýja af hólmi þegar hún fattar hversu drepleiðinlegt lífið með kóngafólkinu muni verða.
Í viðtali við blaðamann hjá 60 Minutes Australia sagðist Greer meðal annars vona að parið væri ástfangið því ellegar myndi lífið verða leikkonunni fullkomlega óbærilegt.
Greer er yfirlýstur andstæðingur bresku konungsfjölskyldunnar og notar orðtakið „The Firm“ gjarna um þessa stofnun en sagt er að bæði Beta drottning og Filipus prins hafi notað þetta orð þegar þau tala um fjölskylduna.
Þetta þykir nokkuð áhugavert, sérstaklega þar sem hinnir goðsagnakenndu glæpamenn, Kray bræður, komu Bretum upp á að kalla glæpasamtök þeirra The Firm.
Markle er fædd 4. ágúst árið 1981 og var áður gift framleiðandanum Trevor Engelson en þau skildu árið 2013 eftir tveggja ára hjónaband. Greer vill meina að þar sem Markel hafi stungið af áður, muni hún varla hika við að gera það aftur. Spurningin sé bara hvort hún taki Harry með sér eða ekki. Það gæti jú alveg gerst því skilnaðurinn muni snúast um að skilja við fjölskylduna sem stofnun, en ekki endilega manninn.
Hjónavígslan mun fara fram þann 19. maí næstkomandi og gestalistinn er bæði langur og lekker. Þau trúlofuðu sig í lok nóvember í fyrra en í janúar eyddi Markle öllum samfélagsmiðla reikningum sínum og þakkaði fylgjendum fyrir samveruna.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=erefQKBSd1E?rel=0]