fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Fókus

Netflix: Altered Carbon – Dystópískur framtíðartryllir með sænsku kyntrölli í aðalhlutverki

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 14:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Altered Carbon: Í framtíðinni munum við „dánlóda“ vitundinni í viðhengi sem hægt er að færa á milli líkama og þannig getum við lifað um ókomnar aldir, – og því fleiri peninga sem þú átt, því betri líkamar verða í boði… Líkamar, því auðvitað viltu eiga fleiri en eina klónaða útgáfu af sjálfri/sjálfum þér. 

Þetta og sitthvað fleira er meðal þess sem birtist áhorfendum í vísindatryllinum Altered Carbon sem á að gerast á 26. öldinni eða eftir um það bil 500 ár.

Fyrsti þátturinn hefst á því að fyrrverandi hermaðurinn, og andspyrnuliðinn Takeshi Kovacs, er vakinn til lífsins í nýjum líkama eftir að vitund hans hefur verið haldið í frosti í um 250 ár. Sá sem ákvað að það væri kominn tími fyrir hann að vakna af þessum langa Þyrnirósarsvefni er milljarðamæringurinn Laurence Bancroft sem vill að Kovacs komist að því hver drap hann.

Það er að segja; milljarðamæringurinn var drepinn en lifnaði svo við og vill komast að því hver myrti hann.

Týnda systirin: Kvenhlutverkin mættu vera betri í Altered Carbon. Allar konurnar eru fremur stereó týpískar. Eiga að vera þessi „sterka“ kona sem getur allt það sama og strákarnir sem er jú upphafning á karllægum gildum en slíkt er ekki mikið í tísku um þessar mundir.

Íðilfagur skrokkurinn

Í þáttunum fylgjast áhorfendur með Takeshi Kovacs í bæði fortíð og nútíð. Sá sem leikur hann í „gamla“ líkamanum (þennan sem sofnaði fyrir 250 árum) er bardagalistamaðurinn og leikarinn Will Yun Lee en það er sænska kyntröllið Joel Kinnaman sem fer með hlutverk Kovacs í nútíðinni.

Líkami Kinnamans er vægast sagt íðilfagur enda hefur svíinn hávaxni varla haft undan við að leika kraftakarla á síðustu misserum.

Margir sjónvarpsþáttaunnendur kannast þó við kappann í bandarísku endurgerðinni af Forbrydelsen, The Killing. Þar lék hann horuðu lögguna Stephen Holden, sem leit alls ekki eins vel út og kappinn í Altered Carbon, en bætti fyrir það með heillandi persónuleika sínum.

Joel Kinnaman var greinilega duglegur að lyfta fyrir hlutverk sitt í Altered Carbon.

Einir dýrustu þættir sem framleiddir hafa verið af Netflix

Altered Carbon er ein dýrasta þáttaröð sem Netflix hefur látið framleiða og segja má að vel hafi tekist til. Sérstaklega með tækibrellur og myndrænar útfærslur.

Framtíðarheimurinn sem blasir við í borginni Bay City er alls ekki ólíkur þeim sem fyrir augu bar í Blade Runner. Þar virðist endalaus rigning og alltaf dimmt yfir. Umhverfið er lýst upp af ljósa og neon skiltum og borgarbúar ganga niðurlútir um götur.

Kovacs sjálfur er dæmigerður einkaspæjari noir myndanna. Þögla týpan sem reykir þrjá pakka á dag og á erfitt með að velja milli fallegu kvennanna sem þrá að fá hann í bólið.

„Þögla týpan sem reykir þrjá pakka á dag og á erfitt með að velja milli fallegu kvennanna sem þrá að fá hann í bólið.“

Löngu orðið að költi hjá sci-fi nördum

Þættirnir eru byggðir á samnefndri bók eftir Richard K. Morgan, en sagan hefur fyrir löngu skipað sér sess sem költ fyrirbæri hjá unnendum vísindaskáldsagna.

Á sama tíma og leikurinn er ekki alltaf til fyrirmyndar í þáttunum, og kvenhlutverkin allt of fyrirsjáanleg (sem er ekki mjög kúl í dag), er sagan á köflum mjög krassandi.

Vísindaskáldsögur, og þá sérstaklega þær á Netflix (sem ritskoðar umtalsvert minna en aðrir framleiðendur þegar kemur að kynlífi og ofbeldi,) fjalla gjarna um framtíð sem er nærri okkur í tíma en við áttum okkur á. Bæði þegar kemur að tækni og félagslegri þróun, t.d. stéttaskiptingu og valdi.

 

Bardagalistamaðurinn og leikarinn Will Yun Lee leikur Kovacs áður en hann var afþýddur.

 

Í framtíðinni sem birtist áhorfendum í Altered Carbon búa þau allra ríkustu skýjum ofar þar sem himininn er alltaf blár og aldrei rignir. Heimur þeirra minnir á heim guðanna á Olympus fjalli og líf þeirra á ósköp lítið skylt við tilveru þeirra sem ráfa um öngstrætin í Bay City.

Efnaða fólkið kaupir það sem því dettur í hug, hvort sem um er að ræða manneskjur eða annað, og hugmyndir þeirra um skemmtun eru vægast sagt framandi, – þá sérstaklega þegar kemur að kynlífi.

Joel Kinnaman og framleiðendur í viðtali við IMDB

Skylduáhorf fyrir alla sem fíluðu Black Mirror

Sumum finnst fátt meira hressandi en að láta hrella sig með ógnvekjandi framtíðarsýn og í Alterd Carbon fá þessar týpur sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð.

Fyrir þau sem höfðu gaman af Black Mirror eru Altered Carbon eiginlega skylduáhorf þó þeir séu alls ekki eins „jarðbundnir“ og flestir þættirnir í Black Mirror. Það sama gildir fyrir unnendur dick-flicks mynda og þátta því karlmennskan og töffaraskapurinn í Takeshi Kovacs er engu líkur.

Fyrsta stiklan úr þáttunum

Meira um þættina á IMDB

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife