fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fókus

Bryggjan brugghús: Hvíldardagur í dós

Bryggjan brugghús með nýjan páskaglaðning

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. mars 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú styttist brátt í að 29 ár verði liðin frá því að ríkið aflétti bjórbanninu en þann 1. mars árið 1989 fengu Íslendingar loks að gæða sér á þeim ævaforna drykk án þess að brjóta lög í leiðinni.

Á undanförnum árum hefur myndast skemmtileg menning í kringum bjórinn og upp hefur sprottið fjöldinn allur af vinsælum brugghúsum sem framleiða alls konar tegundir af bjór. Eitt þeirra er Bryggjan Brugghús á Grandanum sem nýlega sendi frá sér sérstakan páskabjór sem heitir því viðeigandi nafni Sabbat, en svo kalla Ísraelsmenn sinn hvíldardag.

Á bjórdaginn kemur svo Bryggjan Pilsner í valdar vínbúðir en það mun vera bæheimskur pilsner sem inniheldur lítið af humlum miðað við IPA og Pale Ale. Í fréttatilkynningu frá Bryggjunni segir að pilsnerinn innihaldi hlutlaust korn og lager-ger sem gerir að verkum að pilsnerinn verður mjög léttur og auðdrekkanlegur þrátt fyrir að vera örlítið beiskari en sumar tegundir af fjöldaframleiddum pilsner. Bryggjan Pilsner er bruggaður með möltuðu byggi og inniheldur þýska og tékkneska pilsnerhumla sem gefa honum ákveðinn karakter.

Ísraelar gáfu hvíldardeginum nafnið ,„sabbat“ og númeruðu hina dagana frá einum til sex.
Sabbat Ísraelar gáfu hvíldardeginum nafnið ,„sabbat“ og númeruðu hina dagana frá einum til sex.

Hvað Sabbat-páskabjórinn varðar þá mun hann flokkast undir rauðöl þar sem maltað bygg er í aðalhlutverki. Með því sker hann sig til dæmis frá hveitibjór þar sem ger er í aðalhlutverki og svo humlarnir í IPA, Double IPA og Pale Ale.

Rauðöl er mjög oft notað sem samheiti yfir bjóra sem eru ekki dökkir eins og „stout“ eða ljósir eins og lagerbjór og eru oftast rúnnaðir með sætum ávaxtakeimi. Það er maltaða byggið, og frekar lág kolsýra, sem byggir karakterinn í rauðölinu og gefur því einstakt bragð og áferð. Það sem gefur rauðölinu rauða litinn er ristað bygg sem er sett í bjórinn.

Í Sabbat nota framleiðendurnir misristað bygg sem gefur sterkari lit en grunnbyggið sem er notað í lagerbjór. Ristunin gefur einnig lágstemmda ávaxta-, kaffi- og lakkrístóna sem eru í sætari kantinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu