fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Netflix: Ný þáttaröð með hinni nautsterku Jessicu Jones

Tinna Eik Rakelardóttir fjallar um Marvel-hetjuna Jessicu Jones

Ritstjórn DV
Laugardaginn 17. mars 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Önnur serían af Jessicu Jones var loksins frumsýnd eftir tveggja og hálfs árs hlé þann 8. mars síðastliðinn, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Líkt og þegar fyrsta serían var frumsýnd hámhorfði ég á alla þættina á tveimur dögum og var svo skilin eftir fullnægð, – en mjög hungruð í meira.

Jessica Jones var ást við fyrstu sýn, mögulega vegna þess að ég hef elskað Krysten Ritter, sem fer með titilhlutverkið, í fjölda ára og mér hefur aldrei þótt hún fá þá athygli og það lof sem hún á skilið. En ástin orsakaðist auðvitað mest af því að fyrsta serían var hreint meistaraverk. Þættirnir voru dimmir og drungalegir, með húmor í takt við það og svo með hæfilegu „dassi“ af slagsmálum og spennu. En nóg um fyrstu seríuna, hún er ekki það sem ég ætla að fjalla um.

Morðóða skrímslið

Fyrir þau sem hafa aldrei heyrt um eða horft á Jessicu Jones þá fjalla þættirnir um einkaspæjarann Jessicu Jones og fólkið í hennar lífi. Þættirnir eru byggðir á Marvel-teiknimyndabókum og gerast því í sama heimi og The Avengers. Þótt nokkrum sinnum sé minnst á græna risann og vini hans, þá er Jessica Jones að flestu leyti mjög frábrugðin Marvel-kvikmyndunum með þeirri undantekningu að Jessica býr líka yfir ofurhetjueiginleikum, – hún er ofursterk.

Önnur serían af Jessicu Jones byrjar á svipaðan hátt og sú fyrsta en er þó nokkuð hægari og greinilegt að Jessica er enn að ná sér eftir áföllin sem gengu yfir hana í fyrstu seríu. Jessica, Malcolm og Trish einbeita sér nú að því að finna þá sem bera ábyrgð á því að veita Jessicu krafta hennar. Öll spjótin beinast að IGF en fljótlega fer málið að flækjast og þau einblína á að finna skrímsli sem IGF virðist hafa skapað og fremur nú hvert morðið á fætur öðru.

Samkennd með vonda karlinum

Þessi nýja sería af Jessicu Jones var ekki eins fljót og sú fyrri til að hrífa mig og endirinn á henni er ekki alveg eins fullnægjandi þar sem maður hefur vissa samkennd með „vonda kallinum“. Samkennd sem maður var að mestu laus við í fyrstu seríunni þegar vondi kallinn var hinn óviðkunnanlegi Kilgrave, sem David Tennant náði samt einhvern veginn að gera sjarmerandi á vissan hátt. Serían er þrátt fyrir það vel þess virði að horfa á, hún er spennandi og vel upp byggð og við fáum að kynnast aðalkarakterunum enn betur en í fyrri seríunni. Hún býr líka til mikla eftirvæntingu fyrir þriðju seríunni sem við þurfum vonandi ekki að bíða eftir í tvö og hálft ár!

Jessica Jones er vafalaust besta Marvel-serían á Netflix og ég myndi mæla með henni við alla sem kunna að meta spennu- og glæpaþætti með smávegis drama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“