fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Frækileg fjölgun frægra á árinu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 9. desember 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þekktir Íslendingar hafa lagt sitt af mörkum við fjölgun landans á þessu ári. Blaðamaður tók saman nokkur dæmi um barnalán þekktra landsmanna á þessu herrans ári, 2018.

Samfélagsmiðlabörnin

Aron með Birni Blæ

Aron Mola og Hildur – Aron Már Ólafsson, einnig þekktur sem Aron Mola, og Hildur Skúladóttir byrjuðu árið með stæl þegar þau buðu frumburðinn Birni Blæ velkominn í janúar. Aron sem er samfélagsmiðlastjarna, leikari og barnabókarhöfundur hefur barist fyrir því að karlmenn opni sig um tilfinningar sínar og stóðu hann og Hildur nýlega fyrir útgáfu barnabókar um björninn Tilfinninga-Blæ sem á að fræða ung börn um tilfinningar. Má því ætla að Birnir Blær fái gott og heilnæmt tilfinningalegt uppeldi og veigri sér ekki við að gráta, því það er víst svo að allir gráta.

 

Sólrún Diego ásamt börnum sínum

Edikkonan Sólrún Diegó og unnusti hennar, Frans Veigar Garðarsson, eignuðust son í febrúar. Fyrir áttu þau dótturina Maísól. Þau hjú komust svo aftur í fréttirnar í september þegar þau keyptu 320 fermetra einbýlishús í Mosfellsbæ á um 100 milljónir króna. Það ætti því ekki að fara illa um fjölskylduna þrátt fyrir stækkun á árinu.

Þórunn og Harry ásamt dóttur sinni

Þórunn Ívars og Harry – Áhrifavaldurinn Þórunn Ívarsdóttir og unnusti hennar, Harry Samsted, eignuðust dóttur í september.  Þórunn hafði áður talað opinberlega um baráttu sína við legslímuflakk sem gerði henni erfitt að verða barnshafandi.

Rithöfundabörnin

Þórdís Elva með syni sína

Þórdís Elva og Víðir – Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Víðir Guðmundsson urðu fyrir tvöföldu barnaláni þegar þau eignuðust glæsilega tvíburadrengi í maí. Meðgangan gekk ekki áfallalaust fyrir sig, en Þórdís missti vatnið á 17 viku meðgöngu. Við tók mikið óvissutímabil þar sem ófyrirséð var hvernig færi. Drengirnir hafa þó erft baráttumóð móðurinnar og komu öllum rækilega á óvart þegar þeir mættu í heiminn, tilbúnir að taka slaginn.

 

 

Tobba Marinós ásamt Karli sínum

Tobba og Kalli – Rithöfundurinn og fjölmiðlakonan Tobba Marinos og Baggalúturinn Karl Sigurðsson eignuðust aðra dóttur í október en fyrir áttu þau eina fjögurra ára. Það var þó ekki eina afrek Tobbu á árinu því hún sendi frá sér bók í samstarfi við Hildi Harðardóttur fæðingarlækni og Aðalbjörn Þorsteinsson, gjörgæslu- og svæfingarlækni, í apríl sem heitir Gleðilega fæðingu. Bókin er uppflettirit fyrir foreldra og í henni er farið yfir það allra helsta sem þarf að hafa í huga þegar farið er á fæðingardeildina.

Nýja Bók Ævars hefur fengið góðar viðtökur

Ævar vísindamaður og Védís – Ævar Þór Benediktsson leikari og unnusta hans, Védís Kjartansdóttir, buðu frumburðinn velkominn í ágúst. Ævar er einn ástsælasti barnabókarhöfundur landsins og hefur meðal annars hvatt börn til að taka þátt í lestrarátaki til að stuðla að betra læsi barna. Fáir hafa gleymt hliðarpersónuleika hans, Ævari vísindamanni, sem sýndi börnum landsins að vísindi eru hipp og kúl. Nýjasta bókin hans, Þitt eigið tímaferðalag, kom út í haust en í þeirri bók bregða lesendur sér í hlutverk aðalpersónu bókarinnar og þurfa að taka erfiðar ákvarðanir sem áhrif hafa á söguþráðinn.

Grínistabörnin

Bergur Ebbi og Rán – Hjónin Bergur Ebbi Benediktsson og Rán Ingvarsdóttir eignuðust son í febrúar. Sonurinn er þriðja barn þeirra og verður því að líkindum mikið stuð á þeim bænum næstu árin. Bergur Ebbi var á árinu kjörinn í stjórn UN Women á Íslandi og bætir því á langan lista afreka, en hann er rithöfundur, leikari, lögfræðingur, framtíðarfræðingur, uppistandari og líklegast hefur hann fleiri titla. Bergur eiginlega bara hlýtur að þurfa að láta prenta nafnspjöldin sín í stærð A4.

Snorri og Saga ásamt dóttur sinni

Saga og Snorri – Leikkonan Saga Garðarsdóttir og tónlistarmaðurinn Snorri Helgason eignuðust sitt fyrsta barn í febrúar, hana Eddu Kristínu. Þau gerðu svo gott betur og gengu í hjónaband í ágúst. Dóttin mun líklega hljóta valdeflandi uppeldi en Saga var til dæmis á þessu ári önnur fundarstýra samstöðufundarins á kvennafrídaginn, var með fyrirlestur á jafnréttisdögum Háskólans á Akureyri og vakti athygli á því að henni byðust lægri laun fyrir uppistand henur en karlkyns kollegum hennar.

Ari með dóttur sína nýfædda í fanginu

Ari Eldjárn og Linda – Ari Eldjárn og kona hans, Linda Guðrún Karlsdóttir, eignuðust dóttur í ágúst. Fyrir áttu þau dótturina Arneyju Díu. Ari tók þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sama dag og dóttirin mætti á svæðið til að safna áheitum fyrir minningarsjóð bróður síns, Kristjáns Eldjárns. Ætli parið hafi rifist í lok dags um hvort þeirra væri þreyttara ?

Og enn fleiri börn !

Hildur og Kristján sem eiga ekki barn að nafni Norix eða Helrom

Hildur Eik Ævarsdóttir, eigandi Norom, og eiginmaður hennar, Kristján Ólafsson, eigandi Helix vodka, eignuðust dóttur í október. Þarna var gullið tækifæri til að fá fyrsta Íslendinginn sem bæri annaðhvort nafnið Norix eða Helrom, en samkvæmt heimildum DV ákváðu hjónin að láta þetta ágæta tækifæri framhjá sér fara.

Stoltir foreldrar laumufarþegans

Silli Geirdal og Ólöf Erla – Bassaleikari hljómsveitarinnar Dimmu og kona hans, Ólöf Erla Einarsdóttir, eignuðust son í nóvember.  Fæðingin gekk svo áfallalaust fyrir sig að Ólöf Erla tók sjálf á móti drengnum, verkjalyfjalaus. Þvílíkur nagli. Á meðgöngunni vísuðu foreldrarnir til laumufarþegans og því má ætla að um óvænta en velkomna viðbót í fjölskylduna hafi verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina