fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Halldór Helgason tilnefndur sem snjóbrettamaður ársins

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. desember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Akureyringurinn Halldór Helgason snjóbrettamaður er tilnefndur til þriggja verðlauna af vinsælasta og virtasta tímaritinu í snjóbrettaheiminum, Transworld Snowboarding.

Halldór er tilnefndur annað árið í röð sem snjóbrettamaður ársins, en þau verðlaun eru valin af 100 fremstu snjóbrettamönnum heims, sem uppáhalds snjóbrettamaður lesenda tímaritsins og fyrir besta atriði ársins í snjóbrettamynd.

Atriðið sem Halldór er tilnefndur fyrir er úr myndinni The Future of Yesterday, sem kom út i haust. Myndin er einnig tilnefnd sem snjóbrettamynd ársins en bróðir Halldórs, Eiríkur Helgason, er einnig með atriði í myndinni.

Aðrir sem tilnefndir eru sem snjóbrettamenn ársins eru Torstein Horgmo, Kazu Kokubo, Eric Jackson og Austin Sweetin. 

Halldór er einn af viðmælendum í þriðju seríu Atvinnumenn Íslands sem Auðunn Blöndal vinnur nú að.

Fylgjast má með Halldóri á Facebook og Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“