Stekkjastaur er jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í ár, en hann var afhjúpaður við tendrun Oslóartrésins á Austurvelli um helgina. Óróinn mun jafnframt prýða sameiginlegt jólatré norrænu sendiráðanna í Berlín þetta árið.
Dögg Guðmundsdóttir hannaði óróann og Dagur Hjartarson samdi kvæðið sem fylgir og flutti hann kvæðið við tendrun trésins.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur sölu á óróanum á morgun og verður hann í sölu til 19. desember. Allur ágóði rennur til Æfingastöðvarinnar sem er í rekstri félagsins og þjónustar þar börn og ungmenni sem eru með frávik í hreyfingum og þroska.