fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Heimsfræg sem létust 2018

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 31. desember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfrægð tryggir engum heilsu. Hvorki líkamlega né andlega. Þessir heimsfrægu aðilar sögðu skilið við okkur á árinu, sumir vegna hárrar elli á meðan aðrir lutu í lægra haldi fyrir heilsubrestum á sál eða líkama.

Mac Miller

Fæddur : 19. janúar 1992

Látinn: 7. september 2018

Malcom James McCormick var amerískur rappari, söngvari og tónlistar framleiðandi. Hann átt í tveggja ára sambandi við söngkonuna Ariönu Grande lauk í ársbyrjun. Hann hafði um hríð glímt við vímuefnavanda og lést vegna ofneyslu á áfengi, kókaín og fentalýn.

Zombie Boy

Fæddur: 7. ágúst 1985

Látinn: 1. ágúst 2018

Rick Genest eða Zombie boy, var kanadískur listamaður og fyrirsæta. Hann er tvöfaldur heimsmethafi, annars vegar fyrir flest skordýra húðflúr og hins vegar fyrir flest húðflúr af beinum. Hann hlaut frægð einkum fyrir útlitið, en hann hafði látið húðflúra sig frá toppi til táa með beinum mannslíkamans. Hann lést eftir að hafa fallið af svölunum heima hjá sér, en óvíst er hvort hann hafi fallið, eða stokkið.

Hinrik Prins

Fæddur: 11. júní 1934

Látinn: 13. febrúar 2018

Hinrik prins eða Henri de Laborde de Monpezat, var eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Hann kom af frönskum aðalsættum og áður en hann gekk í hjónaband hafði var hann hermaður og diplómat. Hinrik og Margrét giftu sig árið 1967 og áttu tvö börn saman. Hinrik var alla tíð ósáttur við að Danskar hefðir meinuðu honum að titla sig konung. Hann var aðeins prins sem var giftur drottningu. Þegar heilsu hans tók að hraka skömmu fyrir andlátið hafði hann gagnrýnt þetta fyrirkomulag mikið og neitaði að vera grafinn við hlið konu sinnar, í hrópandi andstöðu við ríkjandi hefðir.

Stan Lee

Fæddur: 28. desember 1922

Látinn: 12. nóvember 2018

Stan Lee eða Stanley Martin Lieber, var bandarískur myndasöguhöfundur, ritstjóri og útgefandi. Hann var ritstjóri hins fræga Marvel-myndasögufyrirtækis. Undir hans stjórn blómstraði fyrirtækið úr litlu útgáfufyrirtæki yfir í risastórt margmiðlunarfyrirtæki. Stan tók þátt í að skapa margar frægustu myndasöguhetjur nútímans, hetjur á borð við Köngulóamannin, X-Men, og hinn græna HulkStan Lee varð brautryðjandi í myndasögugerð þegar hann ákvað að ljá ofurhetjum sínum mannlegan breyskleika, en ofurhetjur höfðu áður verið fullkomnar með engin alvarleg varanleg vandamál. Stan Lee gaf ofurhetjunum sínum flókna persónuleika og hversdagsleg vandamál sem lesendur gætu tengt við. Vandamál á borð við óöryggi, skapofsaköst, peningaáhyggjur og þar eftir götum. Þessi stefnubreyting í myndasögugerð varð til þess að markhópurinn stækkaði mikið. Myndasögur voru ekki lengur bara fyrir börn.

Eddie Clarke

Fæddur: 5. október 1959

Látinn: 10. janúar 2018

Fast Eddie Clarke, eða Edward Allan Clarke, var breskur gítarleikari og síðasti upprunalegi meðlimur hljómsveitarinnar Motörhead á lífi. Hann lét lífið á spítala sem hann hafði leitað til vegna lungnabólgu.

Paul Allen

Fæddur: 12. janúar 1953

Látinn: 15. október 2018

Paul Gardner Allen var bandarískur fjárfestir sem þekktastur er fyrir að hafa stofnað Microsoft með Bill Gates. Hann var meðal ríkustu manna heims og eyddi umtalsverðum fjárupphæðum í góðgerðastörf en einnig varði hann peningum til menntunar og til vísinda. Paul greindist þrisvar á lífsleiðinni með krabbamein. Tvisvar sinnum vann hann bug á meininu með lyfjameðferð en eftir að hann greindist í þriðja skiptið tapaði hann baráttunni og lést úr blóðeitrun.

Sondra Locke

Fædd: 28. maí 1944

Látin: 3. nóvember 2018

Sondra Louise Anderson var amerísk leikkona og leikstjóri. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir fyrsta kvikmyndahlutverk hennar í kvikmyndinni The Heart Is a Lonely Hunter. Hún var í sambúð með Clint Eastwood í 12 ár. Sondra hafði um hríð glímt við krabbamein og lést úr hjartaáfall sem rakið var til meinsins.

 

John McCain

Fæddur: 29. ágúst 1936

Látinn: 25. ágúst 2018

John Sidney McCain III var forsetaframbjóðandi repúblikana í forsetakosningunum 2008 og öldungadeildarþingmaður fyrir Arizona fylki. Hann þjáðist af krabbameini og lést deginum eftir að fjölskyldan hans tilkynnti opinberlega að hann væri hættur að berjast gegn því og ætlaði að leyfa náttúrunni að hafa sinn gang.

Margit Sandemo

Fædd: 23. apríl 1924

Látin: 1. september 2018

Margit Sandemo var norsk-sænskur rithöfundur. Hún er þekktust fyrir bækur hennar um Ísfólkið sem notið hafa mikilla vinsælda hérlendis. Hún skrifaði einnig marga aðra bókaflokka eins og Galdrameistarann og líka Ríki ljóssins. Bækur hennar einkenndust af rómantík, spennu og dulúð.

Colin Kroll

Fæddur: 1984

Látinn: 16. desember 2018

Colin Kroll var amerískur tölvunarfræðingur og frumkvöðull. Hann var ein stofnenda af myndbrotasíðunni Vine og spurningaleiknum HQ Trivia. Banamein hans er talið hafa verið ofskammtur af vímuefnum.

George H.W. Bush

Fæddur: 12. júní 1924

Látinn: 30. nóvember 2018

George Herbert Walker Bush var 41. forseti Bandaríkjanna frá 1989-1993 og faðir George W. Bush sem varð 43. forseti Bandaríkjanna. Eiginkona hans, Barbara lést einnig í apríl á þessu ári.

Bernardo Bertolucci

Fæddur: 16. mars 1941

Látinn: 26. nóvember 2018

Bernardo Bertolucci var ítalskur leikstjóri og handritshöfundur. Hans frægustu myndir voru meðal annarra, Last Tango in Paris, 1900 og óskarsverðlaunamyndin The Last Emperor sem skilaði honum Óskarnum bæði fyrir bestu leikstjórn sem og fyrir besta aðlagaða handritið. Hann hlaut heiðurshálma kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2011. Bertolucci var yfirlýstur Marxisti og voru kvikmyndir hans oft á tíðum afar pólitískar.  Hann var orðinn 77 ára gamall þegar hann lést úr lungnakrabbameini.

Burt Reynolds

Fæddur: 11. febrúar 1936

Látinn: 6. september 2018

Burt Leon Reynolds Jr.  var amerískur leikari, leikstjóri og framleiðandi. Hann var þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Deliverance, The Longest Yard, Smokey and the Bandit og The Best Little Whorehouse in Texas.

Kofi Annan

Fæddur: 8. apríl 1938

Látinn: 18. ágúst 2018

Kofi Atta Annan var aðalritari Sameinuðu þjóðanna frá 1997-2007. Hann var einnig nóbelsverðlaunahafi, en hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2001. Annan var frá Gana og menntaður hagfræðingur.

Aretha Franklin

Fædd: 25. mars 1942

Látin: 16. ágúst 2018

Aretha var bandarísk söngkona, oft nefnd drottning sálartónlistarinnar. Hún var fyrsta konan til að hljóta vígslu inn í Frægðarhöll Rokksins í Bandaríkjunum, og var í fyrsta sæti á lista tímaritsins Rolling Stones um 100 bestu söngvara fyrr og síðar.

Vinnie Paul

Fæddur: 11. mars 1964

Látinn: 22. júní 2018

Vinnie Paul Abbott var bandarískur tónlistarmaður, lagahöfundur og framleiðandi sem var hvað þekktastur fyrir að vera einn stofnenda og trommari í þungarokks hljómsveitinni Pantera.

Verne Troyer

Fæddur: 1. janúar 1969

Látinn: 21. apríl 2018

Verne Jay Troyer var bandarískur leikari, grínisti og áhættuleikari sem var þekktastur fyrir hlutverk Mini-Me í kvikmyndunum um spæjarann Austin Powers. Hann var aðeins 81 sentimetrar að hæð og þar með einn af lágvöxnustu karlmönnum í heimi. Kvikmyndaferill hans hófst á því að samtök fyrir lítið fólk höfðu samband við hann í leit af manni af ákveðinni hæð til að sjá um áhættuatriði fyrir barn í kvikmyndinni Babys Day Out. Hann er talinn hafa tekið eigið líf með því að innbyrða gífurlegt magn af áfengi.

Avicii

Fæddur: 8. september 1989

Látinn: 20. apríl 2018

Tim Bergling, betur þekktur sem Avicii, var sænskur tónlistarmaður, plötusnúður og framleiðandi. Hann hafði glímt við mikil heilsufarsvandamál vegna ofneyslu á áfengi. Hann hætti tónlistarflutningi árið 2016 og árið 2017 kom út heimildarmynd þar sem hann ræddi um líkamlega og andlega vanheilsu sína. Andlegir kvillar urðu honum að lokum of mikil byrgði til að bera en hann tók eigið líf.

 

Professor Stephen Hawking

Fæddur: 8. janúar 1942

Látinn: 14. mars 2018

Hawking var enskur eðlis- og heimsfræðingur. Hann var þekktastur fyrir að sýna fram á tilvist sérstaðna í afstæðiskenningunni og að svarthol gæfu frá sér geislun. Hann var með hreyfitaugahrörnun og varð ungur bundinn við hjólastól. Eftir að hann greindist með sjúkdóminn var því spáð að hann yrði aldrei langlífur, en Stephen Hawking afsannaði þær spár með því að verða 76 ára gamall.

Emma Chambers

Fædd: 11. mars 1964

Látin: 21. febrúar 2018

Emma Gwynedd Mary Chambers var ensk leikkona sem var þekktust fyrir hlutverk sitt sem Honey Thacker í kvikmyndinni vinsælu Notting Hill.

John Mahoney

Fæddur: 20. júní 1940

Látinn: 4. febrúar 2018

Charles John Mahoney var ensk-amerískur leikari. Hann var frægastur fyrir hlutverk sitt sem Martin Crane í þáttunum Fraiser.

 

Dolores O’Riordan

Fædd: 6. september 1971

Látin: 15. janúar 2018

Dolores Mary Eileen O‘Riordan var írsk tónlistarkona og söngvari hljómsveitarinnar The Cranberries sem eru frægust fyrir lagið Zombie. Dolores hafði glímt lengi við áfengisdjöfulinn og laut hún loks lægra haldi fyrir honum. Hún missti meðvitund vegna áfengisneyslu og drukknaði í baði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Áfall fyrir Arsenal
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar