fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Áramótadjammið – Hvaða staðir eru opnir og hvað er um að vera?

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 31. desember 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru örugglega margir að velta því fyrir sér hvað eigi að gera eftir miðnætti þar sem áramótin eru allt annað djamm en venjuleg helgi.

Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Secret Solstice tónlistarhátíðarinnar, tók saman lista yfir mögulega áfangastaði skemmtanaþyrsta Íslendinga. „Sérstaklega þar sem Ljóminn, Listasafnið og Austurbæjarbíó beiluðust öll og Gamlabíó er með party bara fyrir túrista, þannig ég tók saman smá lista yfir mögulegum áfangastöðum,“ segir Víkingur, sem deilir listanum fúslega með lesendum Fókus.

Hér eru staðirnir í engri sérstakri röð. Góða skemmtun, gangið hægt um gleðinnar dyr og komum heil á húfi heim. Gleðilegt nýtt ár!

*Hlégarður í Mosó – Þetta virðist ætla að vera stærsta partííð í bænum, en þar koma fram Hreimur og co. Kostar 3.500 kr. inn.

*Spot í Kópavogi – Páll Óskar. Kostar 3.500 kr. inn.

*Miami – verður lokað þar sem leyfið er bara til kl 1:00.

*Hverfisbarinn – Stuðbandið byrjar kvöldið og svo tekur DJ við.

*Petersen Svítan – verður með einkapartý fyrir ferðamenn í framhaldi af Gamla bíó partýinu.

*Dillon – DJ Andrea Jóns.

*Irishman Pub – Opið í allan dag og nótt.

*Lebowski Bar – Opið í allan dag og nótt.

*Bastard – DJ De La Rosa heldur uppi stuði.

*Kaffibarinn – Ekkert auglýst.

*Prikið – opið. Ekkert partý auglýst.

*Danski Barinn – Sexý Fötu með Bödda Reynis, Hjörtur Stephens, Steini G og Ási.

*B5 – Lokað þar sem það er ennþá verið að gera við gólfið.

*Hressingarskálinn – DJ Mikki.

*Loftið Jakobsen – Clint Stewart (US), Ghost, Mike the Jacket, Cyppie + leynigestur. Partýið byrjar kl 18:00. Kostar 2.000 kr. inn.

*English Pub – Ábreiðubandið með Sigga Þorbergs, Birkir Skúla og Helga Víking´s.

*American Bar – DJ André Ramírez með brjálað stuð!.

*Pablo Diskobar – DJ Seth Sharp.

*Vintage Box – Cici in a Box party. BenSol, Benni Mogesen, Cici og Krbear.

*Paloma – DJ Jake Tries, Mike the Jacket og TTT. Kostar 1.500 kr. inn og drykkur innifalinn.

*Dubliner’s – Ekkert auglýst.

*Húrra – DJ John Hopkins og Kíamos. Kostar 3.500 kr. inn.

*Gaukurinn – Ekkert auglýst.

GLEÐILEGT ÁR OG SJÁUMST 2019!!!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Áfall fyrir Arsenal
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar