fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Guðni Th. keypti græðlinga og flugelda

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 30. desember 2018 18:30

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugeldasala stendur nú sem hæst enda verður árið 2018 kvatt eftir rúman sólarhring. Á meðal þeirra sem fjárfestu í flugeldum í dag er Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, en hann kom við hjá Hjálparsveit skáta í Garðabæ.

Guðni Th. studdi ekki aðeins við Slysavarnafélagið Landsbjörgu með kaupum á flugeldum, hann keypti einnig Skjótum rótum, sem er ný leið til að styðja við björgunarsveitirnar.

Guðni Th. er verndari Slysavarnafélagsins Landsbjargar, og hafa hann og eiginkona hans, Eliza Reid, til að mynda selt fyrsta Neyðarkallinn í byrjun nóvember.

Hugmynd Rakelar til styrktar Landsbjörgu var fljót að Skjóta rótum

Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Félagið var stofnað 2. október 1999, en þá urðu til ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi með um 18 þúsund félögum.

Starfsemin miðar að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í þeim tilgangi er öflugur hópur sjálfboðaliða til taks ef út af bregður, á nóttu sem degi, allt árið um kring.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“