fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Ragga nagli – „Ef það eru engar reglur til að brjóta verður ekkert samviskubit“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. desember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um hvaða matur ætti að vera bannaður.

Skjólstæðingur Naglans sem kemur úr darraðardansi við megrunariðnaðinn fékk sér epli eitt kvöldið.

„Það komu strax upp gamlar hugsanir. Ætti nú ekki að borða epli svona seint. Ávaxtasykur er fitandi. Má ekki borða neitt eftir kvöldmat.“

Sósuð í skaðlegum skilaboðum um næringu frá heilsugúrúum sem þykjast bera hag fjöldans fyrir brjósti en eru einungis til þess fallin að búa til matarkvíða.

Stífar reglur og refsingar sem vefja snöru um hálsinn á okkur, skerða lífsgæði og svipta okkur frelsinu í mat og drykk.

Er ekki fokið í flest skjól þegar megrunariðnaðurinn kennir sótsvörtum almúganum að hræðast ávexti.

Bananar og epli!!!

Síðan hvenær eru ávextir heilsufarsógn heimsins?

Neysla á ávöxtum eftir sólsetur mun ekki spika þig eins og aligæs á leið til slátrunar í foie gras verksmiðju í Sviss.

Eitt meðalstórt epli eru 50 kcal. Það þarf að innbyrða heilu fragtskipin til að smyrja aukabólstrun á botnstykkið.

Meðalgreindir lesendur sjá því glögglega að epli eru ekki rót offituvanda.

Matur er bara matur.
Hann er hvorki afkvæmi englanna né sonur Satans.

Hvort sem það er súrkál eða súkkulaði.
Brokkolí eða bernes.
Kjúklingur eða karamella.

Matur á að vera hlutlaus eins og Sviss…. fondue og Toblerone.

Eini maturinn sem við ættum að forðast er matur sem okkur þykir vondur, veldur okkur óþægindum, er eitraður, eða illa eldaður og kóríander.

Um leið og við sleppum biblískum boðum og bönnum öðlumst við mun heilbrigðara samband við mat.

Því ef það eru engar reglur til að brjóta verður ekkert samviskubit.
Ef það er ekkert samviskubit þá eigum við í farsælu langtímasambandi við allan mat.

Þú átt ekki að vera nagaður að innan fyrir eitthvað sem er nauðsynlegt til að lifa af.
Halló Darwin!

Lífið er nógu flókið til að við séum ekki að gera ávexti og grænmeti að hettuklæddum böðli sem hatar gleðina.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
Gaf Díegó í jólagjöf
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi