fbpx
Fimmtudagur 09.janúar 2025
Fókus

María Lind hvetur til að setja mikilvægustu hlutina á dagskrá – „Hleypurðu hraðar en jólastressið?“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. desember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Lind Ingvarsdóttir starfar hjá HiiTFiT.is við allt frá sköpun og hönnun efnis til stuðnings við stelpurnar sem eru þar í þjálfun, en sjálf byrjaði hún í þjálfun hjá HiiTFiT.is fyrir tæpum tveimur árum.
Í pistli sem hún skrifaði nýlega veltir hún því fyrir sér hvort við séum að forgangsraða jólunum fyrir okkur sjálf í stað þess að halda í hefðir fyrir aðra og hluti sem okkur langar ekkert til að gera.
Nú tekur desember fljótlega á móti okkur. Yndisleg jólatónlist, smákökubakstur, tilhlökkun og spenna, kertaljós og samverustundir, en einnig tímaleysið, stressið, umferðin, skammdegið, brjóstsviðinn, þreytan, orkuleysið, aukakílóin, tómleikinn og uppþemban. Kannastu við þetta?
 
Í mörg ár keyrði ég mig alveg út yfir þennan jólatíma sem leit á skipulagsborðinu nánast út eins og vel út fyllt excelskjal þar sem ég reyndi að hámarka samverustundir, átu og kaup til að geta tjékkað í öll boxin og valdið engum vonbrigðum. Því miður olli það því í staðinn að ég upplifði sjálfa mig svolítið eins og tóma skel þegar jólaumstangið var gengið yfir og hversdagsleikinn tekinn við. Fyrir hvern er þetta allt gert? Jólin eiga ekki að vera tími sem er eins og jarðýta sem keyrir yfir mann á fullri ferð með öllum sínum öfgum í neyslu og innri togstreitu, heldur tími til þess að njóta í jafnvægi. Og besta tækifærið til þess að breyta þessu, er einmitt strax í dag. Það eru 26 dagar til jóla og nægur tími!
 
Helst eru það tvö atriði sem hafa hjálpað mér hvað mest þegar kemur að því að gera jólin að ánægjulegum og góðum tíma. Fyrst er þó best að stilla aðeins væntingunum sínum í hóf, þetta er ekki spurning um að vera fullkomin eins og Instagram mynd með þremur mismunandi filterum heldur vera sátt við sjálfa sig, umhverfið og vita til hvers verið er að vinna. Gerir það þig hamingjusama að ná að tjékka í öll boxin en staldra hvergi við?
 
Ertu að forgangsraða?
Það er svo gott að vita hvaða hlutir eru þeir allra mikilvægustu, og ganga út frá þeim því það gefur tækifæri á því að setja hlutina í samhengi og fá yfirsýn yfir allt sem maður verður að gera fyrir jólin. Þegar þetta er sett svona upp er nefnilega augljóst að margir hlutir haldast á jóladagskránni án þess að þeir séu eitthvað sem þig langar virkilega að gera. Hanga inni ár frá ári vegna þess að þetta eru gamlar jólahefðir, aðrir vilja að þessir hlutir séu gerðir og gerðir á ákveðinn hátt eða af því að svona hefur þetta alltaf verið.
 
En lífið er síbreytilegt, og þó svo að margar hefðir séu dýrmætar og ómissandi, eru aðrar hefðir það ekki. Hverjir af þessum hlutum eru mikilvægastir fyrir þig? Hvað er það sem þig langar til þess að gera? Það má nefnilega alveg breyta jólunum, og sumar breytingar geta verið alveg kærkomnar, gefið manni andlegt svigrúm og betra tækifæri til þess að njóta þess sem virkilega skiptir máli.
 
Settu mikilvægustu hlutina á dagskrá
Yfirsýn og skipulag er alveg ómissandi þegar mikið er um að vera. Það er frábært að vera með góðan lista og gott skipulag og allt skipulagt til þess að gefa huganum hvíld en hættan er á að þetta verði að excel skjalinu sem ég nefndi hér að ofan. Í þessu tilfelli er einn allra mikilvægasti hlutinn í þessu skipulagi mínu að forgangsraða og skipuleggja tíma til þess að slappa af og eiga í rólegheitunum.
 
Öðru hverju kemur kvöld á dagatalinu mínu sem heitir bara því einfalda nafni Netflix. Þetta eru oft og iðulega mjög stutt kvöld þar sem ég enda á því að sofna í sófanum. En nákvæmlega það sýnir mér nauðsyn þess að eiga þessar rólegu stundir þar sem ég sit ekki orkulaus og með samviskubit yfir því að það væri svo mikið að gera og ég ætti nú að vera að nýta tímann í eitthvað annað mikilvægara. En þetta er svo mikilvægt, það vill enginn að þú sofnir fram á kvöldverðarborðið þann 24. desember.
 
Það er ekki raunhæft að ætla að vera súperkona með ofurkrafta sem nær öllu sem á að gera fyrir jólin og meiru til. Og ef þú með hjálp tífalds kaffimagns nærð þessum árangri – hvað gerir það raunverulega fyrir þig?
Þetta snýst um að þú finnir þitt jafnvægi, hægir aðeins á þér, lítir inn á við og gefir þér sjálfri tíma til þess að gera það sem er sérstakt fyrir þig. Forgangsraðaðu tímanum í það sem gerir þér sjálfri gott og gefðu þér tíma í hreyfingu, bókalestur, Netflixkúr og afslöppun. Það á heima á dagatalinu þínu til jafns við jólagjafinnkaup og matarboð.
 
Taktu til í því sem þú verður að gera fyrir jólin, það er nefnilega allt í lagi að segja nei við hefðum og jólaumstangi sem þjóna þér ekki. Þegar þú byrjar að gera þetta færðu aukið svigrúm fyrir það sem er mikilvægast fyrir þig. Alls ekki hugsa að þú sért að bregðast öðrum með því að færa þig og það sem þú vilt framar í röðina. Það að forgangsraða og skipuleggja tíma fyrir þig sjálfa skilar sér nefnilega líka til þeirra sem standa þér næst.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragga varpar ljósi á sannleikann um detox-kúra – Þess vegna eru þeir alls ekki sniðugir

Ragga varpar ljósi á sannleikann um detox-kúra – Þess vegna eru þeir alls ekki sniðugir
Fókus
Í gær

Einbýlishús í Laugardalnum til sölu á 127 milljónir – Fullkomin eign fyrir tryllt garðpartý

Einbýlishús í Laugardalnum til sölu á 127 milljónir – Fullkomin eign fyrir tryllt garðpartý
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birgir fór á skeljarnar tveimur árum seinna en hann ætlaði sér – „Lífið er smá óútreiknanlegt“

Birgir fór á skeljarnar tveimur árum seinna en hann ætlaði sér – „Lífið er smá óútreiknanlegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“