Þriðja málþing Allsgáðrar æsku fer fram í dag kl. 17-19 í Bústaðakirkju, verður því einnig streymt á DV.is.
Málþingið er samráðsvettvangur um vímuefnaforvarnir og valdeflingu foreldra. Fundurinn höfðar sérstaklega vel til foreldra ungmenna og þeirra sem hafa áhuga á forvörnum.
Erindi munu flytja:
Salome Tynes
„Reynslusaga móður“
Bryndís Jónsdóttir, verkefnisstjóri Heimili og skóla
„Verum vakandi”
Guðrún Björg Ágústsdóttir, fjölskylduráðgjafi
„Kynning á starfsemi Foreldrahúss”
Forvarnarmyndband
Árni Guðmundsson, Samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum
„Áfengisauglýsingar vargur í samfélagi barna“
Séra Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju.
„Vona að það sé ekki satt“
Fundarstjórar:
Aðalsteinn Gunnarsson, Sigrún Vatnsdal Bjarnadóttir og Berglind Gunnarsdóttir