fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Greinar Fókus sem vöktu athygli á árinu

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 29. desember 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Fókus er að finna umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði, próf, gjafaleiki og fleira.

Þessar greinar voru vinsælastar á Fókus á árinu.

Ari myrti tvö sjö ára börn

Ari var tíu ára gamall þegar hann myrti tvo drengi með árs millibili með því að fleygja þeim út í Glerá á Akureyri. Drengirnir voru sjö ára gamlir og drukknuðu báðir í ánni. Í umfjöllun Tímavélarinnar var farið ítarlega yfir málið, þar á meðal bréf sem Ari skrifaði til mæðra drengjanna, sem hófst með orðunum: „Kæra Sólveig og Bjarnheiður. Það sem mig hefur langað að segja er að, já það er rétt að ég átti mjög erfitt sem krakki og já, það hefði átti að grípa inn í mörgum árum fyrr, en það breytir ekki því að ég er ábyrgur fyrir dauða barnanna ykkar.“

Svala Björgvins opinberar nýja kærastann

Söngkonan Svala er skilin og flutt heim og er að gera frábæra hluti í tónlistinni, bæði sjálf og með öðrum, ekki síst með föður sínum á hinum sívinsælu Jólagestum. Stuttu eftir heimkomu var Svala kominn með nýjan herra upp á arminn, Guðmund Gauta Sigurðarson, sem er 18 árum yngri en hún.

Birgitta Líf staðgreiddi rándýra fyrstu íbúð

Birgitta Líf samfélagsmiðlastjarna keypti sína fyrstu íbúð í einu dýrasta fjölbýlishúsi landsins, við Vatnsstíg í Skuggahverfinu. Birgitta Líf staðgreiddi tæpar 63 milljónir fyrir íbúðina.

Sólrún Diego kaupir höll í Mosfellsbæ

Sólrún Diego þrif- og Snapchatdrottning festi kaup á einbýlishúsi ásamt kærasta sínum. Í húsinu er gert ráð fyrir vetrargarði og tjörn. Parið réðst í umfangsmiklar endurbætur og mun húsið að öllum líkindum verða stórglæsilegt og snyrtilegt að hætti Sólrúnar þegar þeim lýkur.

Brynjar Berg féll fyrir eigin hendi – Söfnun fyrir fjölskylduna

Brynjar Berg Guðmundsson féll fyrir eigin hendi, langt fyrir aldur fram, 31 árs. Söfnun var hrundið af stað fyrir konu hans og tvö ung börn. „Brynjar var vinur allra og vildi alltaf hafa gaman. Hann á marga vini, það er ótrúlegt hvað það er margt fólk sem saknar hans,“ sagði Kristín Sif, kona hans, í samtali við DV.

Fjallið nýgiftur með hárígræðslu

Hafþór Júlíus Björnsson kvæntist Kelsey Henson, en þau hafa verið saman í rúmt ár og meðal annars leikið í auglýsingum saman. Einnig fór Fjallið í milljóna hárígræðslu sem heppnaðist að líkindum ekki jafnvel og hnappheldan.

Þorbjörn Haukur féll frá – Athygli vakin á málefnum útigangsmanna

Þorbjörn Haukur Liljarsson féll frá í gistiskýlinu við Lindargötu. Andlát hans og tilfinningaþrungið viðtal móður hans, Guðrúnar Hauksdóttur Schmidt, við DV viku fyrir andlát Þorbjarnar, vakti athygli á aðstæðum útigangsmanna í Reykjavík.

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð

Próf sem reyna á fjölbreytta þekkingu lesenda DV hafa mörg hver slegið í gegn, þar á meðal próf sem reyndi á hvort lesendur vissu hvað orðin hvumsa, dusilmenni og drettingur þýða.

Hnyttni Kristins yfir úlpusölu Ágústu

Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar og eiginkona Guðlaugs Þ. Þórðarsonar, auglýsti úlpu til sölu í Facebook-hópi og var gagnrýnd af mörgum fyrir vikið. Kristinn Hrafnsson fjölmiðlamaður sá hins vegar hnyttnina og sagðist einmitt oft ná að selja flíkur barna sinna í skiptum fyrir notaðan Yaris og geta ráðið einkabílstjóra fyrir afganginn. „Þau þurftu því enga úlpu, allir voru sáttir og ég skóp atvinnutækifæri.“

María Birta fáklædd í Maxim

Leikkonan María Birta var ein af sex íslenskum konum sem kepptu um að sitja fyrir fáklæddar á forsíðu karlablaðsins Maxim. „Ég veit ekkert hvað ég er búin að koma mér út í, lífið er frábært.“  Verðlaunin voru vegleg en María Birta komst þó ekki áfram úr sínum flokki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“
Fókus
Í gær

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“
Fókus
Í gær

James Van Der Beek greindur með ristilkrabbamein

James Van Der Beek greindur með ristilkrabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kylie Jenner kviknakin – Fékk lof frá leikkonunni

Kylie Jenner kviknakin – Fékk lof frá leikkonunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Netflix-serían sem er sögð vera bara fyrir fólk með háa greindarvísitölu

Netflix-serían sem er sögð vera bara fyrir fólk með háa greindarvísitölu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorvaldur missti föður og tengdaföður með nokkurra mánaða millibili – „Ekki enn búinn að ná að fara í gegnum sorgina almennilega“

Þorvaldur missti föður og tengdaföður með nokkurra mánaða millibili – „Ekki enn búinn að ná að fara í gegnum sorgina almennilega“