fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Þekkir þú einhvern sem er í sjálfsvígshættu? Margir greina ekki einkennin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. desember 2018 20:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar einhver segir við þig „Þú veist ég get ekki lifað án þín“ eða „Bráðum sjáumst við ekki aftur“ getur það verið merki um að viðkomandi sé í sjálfsvígshugleiðingum. Sjálfsvígstilraunir eru algengari meðal eldra fólks og alvarlegir sjúkdómar auka líkurnar á sjálfsvígstilraunum. Einnig tengjast sjálfsvíg karla mjög oft áfengisvanda. Jafnframt voru sjálfsvíg ungra karlmanna á Íslandi um tíma mjög tíð en þeim hefur fækkað. Mjög oft heppnast sjálfsvígstilraunir ekki og er talið að sjálfsvígstilraunir séu 10 til 40 sinnum algengari en sjálfsvíg. Mjög oft eru slíkar tilraunir hjálparákall en viðkomandi vill ekki deyja. Í öðrum tilvikum er löngunin til að deyja orðin yfirsterkari lífsviljanum.

Þetta kemur fram í yfirgripsmikilli grein eftir Sigurð Pál Pálsson geðlækni í nýútkomnu tímariti Geðverndarfélags Íslands, Geðvernd. Í greininni segir einnig að sjálfsvíg séu klárlega vantalin því oft eigi sér stað tilvik þar sem hinn látni kann að hafa lagt sig vísvitandi í gífurlega hættu en ekki er hægt að slá föstu hvort um slys eða sjálfsvíg hafi verið að ræða.

Í greininni kemur enn fremur fram að fráskildir, ekkjur og ekklar séu í meiri sjálfsvígshættu en gift fólk. Þeir sem búa einir og eru einangraðir séu í mikilli hættu.

Í kafla um merki um sjálfsvígshættu segir meðal annars:

„Eldri kona byrjar að gefa burt eigur sínar og kallar til lögfræðing til að gera erfðaskrá. Sumir hætta að taka lyfin sín eða hirða ekki um sig. Vanræksluhegðun getur gefið í skyn skertan lífsvilja, tilgangleysis- og vonleysishugsanir. Þetta eru oft vísbendingar um alvarlegt sjálfsvígsferli. Í tengslum við þetta er mikilvægt að muna að vitað er að fólk leitar oft læknis nálægt þeim tíma sem það fremur sjálfsvíg: Í doktorsritgerð Magda Waern (15) á sjálfsvígum aldraðra í Gautaborg kom í ljós að viku fyrir atburðinn komu til læknis 19- 47%, og 42-77% mánuði fyrir atburðinn. Við komu til læknis var oftast ekki vitað um sjálfsvígsferlið sem var til staðar.“

Leiðir til að draga úr sjálfsvígum eru sagðar vera að efla forvarnir á sviði ofbeldis og áfalla, efla uppvaxtarskilyrði barna, efla geðrækt og forvarnir í skólastarfi, efla aðgengi að menntun og margt fleira.

Tímaritið Geðvernd má sjá með því að smella hér en skrifin um sjálfsvíg hefjast á blaðsíðu 6.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni