fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Móðir Sveins Hjartar bíður eftir nýra – Hann er með mikilvæg skilaboð til allra um líffæragjöf

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. desember 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að gefnu tilefni vegna umræðunnar og sérstaklega vegna upphrópana þeirra sem halda það virkilega, að nú verði veikt fólk stráfellt á sjúkrahúsum á Íslandi og með ólíkindum að halda slíku fram og fullyrt og nánast slíkt borið á lækna sem eru sérfræðingar í þessum málum að þeim sé ekki treystandi, þá er ágætt að ég segi frá minni upplifun og minni sýn á líffæragjöf,“ segir Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, einn stofnenda Miðflokksins, á Eyjunni.

Líkt og greint var frá í gær mun um áramótin taka í gildi lög um ætlað samþykki til líffæragjafar. DV ræddi við tvo sérfræðinga í gær sem ítreka mikilvægi þess að allir ræði hvort þeir vilja gefa líffæri sín við sína nánustu.

Sjá einnig: Íslendingar sem vilja ekki gefa líffæri þurfa að skrá sig

Það skal skýrt tekið fram að hægt er að skrá sig á vef Heilsuveru eða hjá heilsugæslu ef einhver vill ekki gefa líffæri. Nánasti aðstandandi mun geta neitað að gefa líffæri. Einnig skal það tekið fram að fyrirkomulagið er mjög öruggt og engin hætta er á að líffæri verði gefin úr manneskju sem getur lifað. Þrátt fyrir það er lítill en hávær hópur uggandi yfir nýju lögunum.

Sveinn Hjörtur þekkir málefnið sem aðstandandi, en öldruð móðir hans er nýrnasjúk, en biðin eftir nýju nýra er löng, mjög löng. „Vinsamlega hugsið málið!,“ segir Sveinn Hjörtur. Hann er með mikilvæg skilaboð til allra sem hafa áhyggjur af líffæragjöf:

Fyrir mörgum árum áskotnaðist mér lítill bæklingur sem í var skírteini sem á stóð; „Organ donation.“ Ég ritaði undirskrift mína og merkti við að ég vil verða líffæragjafi komi það til, að ljóst sé með raunverulegum hætti að ég sé í þannig ástandi að ekki er undan því komist að ég muni deyja, eða að ég látist og ekki hægt sé að bjarga mér til lífs og því verði ég gjafi með líffærum mínum tafarlaust.

Á þennan miða skrifaði ég að ég vildi gefa allt nema andlit. Nokkrir vissu af þessari beiðni minni og töldu margir mig skrítinn að setja þessa ósk fram – hver fer að óska eftir andliti og hvenær verður andlit grætt á manneskju? Á þeim tíma, sem ég setti þetta fram, hafa nokkrir læknar eflaust verið að athuga þennan möguleika til læknavísindanna og þróunar til líffæragjafa, en vinir mínir töldu það fráleitt þá. Í dag hafa nokkrar manneskjur um heiminn farið í andlitságræðslu.

Ég tel að þetta skref okkar á Íslandi sé mikilvægt og við verðum að treysta læknum til að meta hárrétta stöðuna þegar tilfellin koma upp. Ég treysti Runólfi Pálssyni yfirlækni algjörlega og hvet fólk til að hugsa þetta og horfa á með jákvæðum hætti.

Að lokum; Ég á móður sem er nýrnasjúk og þarf í vél annan hvern dag. Í mörg ár hefur mamma barist við þessi veikindi. Hún er þreytt og biðin er löng eftir því að fá nýtt nýra. Mamma mun líklega þurfa að bíða lengur. Það er nefnilega merkilegt að vera hinu megin við þessa stöðu og sjá hversu mikilvægt það er að vera líffæragjafi og vita það að við getum mögulega lengt líf margra aðila með gjöf.

Undir það kvitta ég og vil geta hjálpað „síðasta sprettinn“ sé það hægt…allt nema andlit!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“