fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fókus

Ragga nagli – „Hér er samningur um átréttindi og átfrelsi“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. desember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira.

Jól og hátíðir geta verið áskorun fyrir marga. Þú munt örugglega fara í mörg matarboð um jólin þar sem smjör drýpur af hverju strái og freistingar lúra.

Freistingameistarar sem vilja fylla vömbina svo þú leggir í læsta hliðarlegu eftir matinn og hringir í mömmu þína

„Þú getur nú alveg fengið þér eina í viðbót.“
„Má ekki bjóða þér meira. Fáðu þér endilega.“

Síðan eru það uppbrettu nefin föst í hengingaról megrunarkúranna.

„Ég er reyndar á ketó en ætla að svindla og fá mér kartöflur.“

„Þetta rísalamand er alltof fitandi. Ég ætla ekki að fá mér.“

„Veistu hvað ég þarf að hlaupa langt á morgun ef ég fæ mér sósu… vík burt Satan.“

Hér er samningur um átréttindi og átfrelsi sem hjálpar þér að öðlast innri ró gagnvart mat, þínu eigin áti og líkamsímynd

?Þú hefur rétt á að panta það sem þú vilt af matseðli óháð hvaða tala poppaði upp á skjáinn á vigtinni í morgun.

?Þú hefur rétt á að löðra í þig desert ef þig langar í, án þess að útskýra eða afsaka.

? Þú hefur rétt á að fá þér lax og salat án þess að heyra setninguna: „Ertu í megrun?“

?Þú hefur rétt á að vera í hvaða spjör sem er akkúrat núna. Ekki eftir 5, 10 eða 15 kíló.

?Það er ekki á þína ábyrgð að gleðja eldabuskuna með að borða þig yfir í óminnissástand og leggjast í læsta hliðarlegu.

?‍♀️Þú hefur rétt á að segja „Nei takk“ án frekari útskýringa ef þig langar ekki í meira að borða. Það er aldrei dónalegt að hafna mat með því að segja „nei takk.“

?Þú þarft ekki að reikna út fjölda froskahoppa til að brenna rísalamandinu.

?Þú hefur rétt á að fá þér Makkintossj í morgunmat.

?Þú hefur rétt á að fá þér hafragraut í morgunmat þó það sé jóladagur, gamlársdagur eða grámyglaður þriðjudagur í febrúar.

?‍♀️Þú hefur rétt á að gera nýársheit sem hefur ekkert að gera með breytingu á skrokklegri lögun.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina