Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, keypti í morgun fyrsta rótarskot björgunarsveitanna. Segir hún kaupin góða leið til þess að styðja við mikilvægt starf björgunarsveitanna og skógrækt í landinu.
Sjá einnig: Hugmynd Rakelar til styrktar Landsbjörgu var fljót að Skjóta rótum
Mikil umræða hefur verið um mengun sem fylgir flugeldum undarin áramót. Katrín segir að Skjótum rótum átakið sé kærkomið en þetta er í fyrsta skipti sem björgunarsveitirnar bjóða upp á þennan möguleika. Með þessu er hægt að styrkja mikilvægt starf björgunarsveitanna og skógrækt, sem er eitt þeirra tækja sem nýtist til að berjast gegn loftslagsbreytingum.
Keypti fyrsta rótarskot björgunarsveitanna í morgun. Góð leið til að styðja við mikilvægt starf björgunarsveitanna og skógrækt í landinu. pic.twitter.com/5RDIPn3zgJ
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) December 28, 2018