fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

DV Tónlist: Lights on the Highway

Guðni Einarsson
Föstudaginn 28. desember 2018 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áramótaþáttur DV tónlist er helgaður rokkinu en föstudaginn 28. desember kl. 13 mun hljómsveitin Lights on the Highway koma fram í öllu sínu veldi.

Hljómsveitin átti farsælan sprett í íslensku tónlistarlífi frá 2003 til 2012 en þá fór sveitin í langvarandi pásu þar sem meðlimir fóru að sinna öðrum verkefnum. 

Á tímabilinu gaf sveitin út tvær breiðskífur, sú fyrri var skírð í höfuðið á sveitinni og kom hún út 2005, en seinni platan heitir Amanita Muscaria og kom út 2009. Sú seinni var tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum sama ár.

Mörg lög af þessum plötum ásamt öðrum náðu miklu flugi á öldum ljósvakanna og skal engan undra þar sem vandaðar lagasmíðar einkenndu útgáfur sveitarinnar.

Lights on The Highway hefur ávallt verið talin frábær tónleikasveit þar sem seiðandi tónlistargaldurinn er framkvæmdur af einstaklingum sem augljóslega ná að tengja sig saman á undarlegan en æðisgengin hátt. Þessi samvinna leysir úr læðingi kraft sem unaðslegt er að njóta í formi lifandi flutnings.

Lights on The Highway verða með tónleika á Hard Rock 29. og  30. desember.

Ítarlegt viðtal við Lights on the Highway er í helgarblaði DV.

 

Lights on the Highway ætla að gefa 2 miða á tónleikana, eina sem þú þarft að gera er að kvitta í kommentakerfinu hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu