fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

„Statista“ hús Kris Jenner loksins selt eftir 10 ár á sölu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. desember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsið sem notað var sem „statista“ hús Kris Jenner í fyrstu þáttaröðum Keeping Up With The Kardashians er loksins selt.

Húsið, Iredell Estate eins og það heitir, er staðsett í Fryman Canyon Estates í Studio City í Kaliforníu og það seldist loksins! nýlega eftir að hafa verið hvorki meira né minna en 10 ár á sölu.

Húsið var sett á sölu árið 2007 fyrir 12 milljónir dollara, og næsta áratuginn var verðið lækkað reglulega og nú síðast var verðmiðinn kominn niður í 5,250 milljónir dollara.

Ytra útlit hússins var notað í fyrstu þáttaröðum Keeping Up With The Kardashians sem eins konar statistahús Kris Jenner, það er raunveruleg heimili Kardashian fjölskyldunnar voru ekki sýnd að utanverðu af öryggisástæðum, til að fá frið gegn ágangi fjölmiðla og aðdáenda.

Í viðtali í mars 2014 greindi Jenner frá því að „ég er að fá fólk heim til mín hvenær sem er sólarhringsins, sem hringir dyrabjöllunni við hliðið og ég hef margoft þurft að hringja á lögregluna. Fólk var auk þess að hringja, að hrista hliðið og einfaldlega hræða mig. The Hollywood Star ferðamannarútan stoppaði einnig fyrir utan þar sem þeir þekktu heimili mitt úr þáttunum. Eftir þetta þá sáum við hversu óöruggt það var að sýna heimili okkar að utanverðu. Þannig að núna notum við mismunandi hús af öryggisástæðum.“

Þó að húsið hafi aldrei verið notað að innan í þáttunum, þá er ljóst að hver og einn einasti meðlimur Kardashian klansins hefði ekki verið svikinn af því að búa í húsinu.

Húsið hvílir á einkalóð, sem er um 4000 fm með frábæru útsýni og háir veggir og læst hlið sjá um alls öryggis og næðis sé gætt. Húsið er á tveimur hæðum, með stóru eldhúsi með öllum þægindum, morðunverðarherbergi, borðstofu, vínkjallara, sjö svefnherbergi, níu baðherbergi, kvikmyndasal og verönd með eldhúsi þar sem má halda veislur fyrir stóra fjölskyldu og gesti. Hjónaherberginu fylgir sér verönd, fataherbergi, baðherbergi með spa og sérinngangur í sundlaug og heitan pott hússins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni