Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, og eiginkona hans, Alda Lóa Leifsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt að Fáfnisnesi í Skerjafirði á sölu.
Sósíalistaflokkur Íslands er samkvæmt lögum flokksins skráður til heimilis í húsinu.
Húsið sem byggt var 1969, fékk fegurðarverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir byggingarlist árið 1970. Húsið er teiknað af Þorvaldi Þorvaldssyni arkitekt og er það í svokölluðum síðfúnkisstíl. Það er 243,7 fermetrar að stærð, með tvöföldum bílskúr. Lóðin er 628,0 fermetrar að stærð, ræktuð og frágengin með fallegum gróðri.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.