fbpx
Miðvikudagur 05.mars 2025
Fókus

Ragga nagli – „Skapaðu minningar frekar en að skapa móral“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. desember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira.

Gleðileg jól öllsömul.

Takk fyrir samfylgdina 2018.

Munið að jólasveinninn telur ekki kaloríur.
Jólin eru einu sinni ári.
Njótið að slafra kalkún eða önd, rjúpu eða Rúdolf, hrygg eða hnetusteik án þess að lamast í vinstra heilahvelinu að telja, mæla, reikna og pæla.

Ekki fá sammara niður alla hryggjarsúluna yfir rjómasósunni sem þekur flatarmál disksins.

Þú ert ekki að eyðileggja allt með því að fá þér nokkra Makkintossj eftir matinn.
Það er ekki allt ónýtt þó nokkrum Sörum sé sporðrennt yfir jólabókinni.
Þú ert ekki lúser og landeyða þó þú hafir fengið ábót á rísalamandið.

Þú þarft ekki að byrja aftur á morgun, mánudaginn eða eftir áramót.

Þú ert bara einni máltíð frá góðum heilsuvenjum.

Borðaðu hollt og gott strax morguninn eftir og haltu áfram að taka góðar ákvarðanir yfir daginn.
Njóttu síðan hátíðarmáltíðar með góðri samvisku og nældu þér í það sem þig langar að fá í munnlega orgíu.

Það sem þú borðar hina þrjúhundruð og sextíu dagana er það sem skiptir máli í stóra samhenginu.

Haltu heilsuhegðuninni gangandi og hreyfðu þig.
Farðu út í göngutúr. Í ktina.
Rífðu í járn. Hoppaðu á kassa.
Út að skokka. Í fjallgöngu.
Dansaðu í kjallaranum eða skoppaðu í þvottahúsinu.

Stress, kvíði og angist losar út kortisól og það hægir á meltingunni og stuðlar að fitusöfnun.

Að fá gyllinæð yfir grömmum og lamandi ótta yfir kolvetnum er þannig eins og hundur sem eltir skottið á sér.

Minningar sem þú skapar með að verja tíma og njóta matar með ástvinum skipta meira máli en kaloríur.

Að líða vel og laus við matarkvíða er það sem heilbrigður lífsstíll snýst um.

Það horfir enginn til baka á lífið á dánarbeðinu fullur þakklætis að hafa loggað samviskusamlega í MyfitnessPal.

Skapaðu minningar frekar en að skapa móral yfir munnlegri nautn.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Höfundur 46 ára gamals flöskuskeytisbrandara fannst á Facebook

Höfundur 46 ára gamals flöskuskeytisbrandara fannst á Facebook
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf Birgittu snerist á hvolf þegar hún varð skyndilega mjög veik: Varð lömuð og gat ekki talað – „Þeir vissu ekkert hvað var að“

Líf Birgittu snerist á hvolf þegar hún varð skyndilega mjög veik: Varð lömuð og gat ekki talað – „Þeir vissu ekkert hvað var að“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Andlát þeirra nú talið dularfullt – Lík hennar þegar byrjað að rotna og pillur á dreif

Andlát þeirra nú talið dularfullt – Lík hennar þegar byrjað að rotna og pillur á dreif
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Björk og Arnar fundu frábæra lausn á forstofuvandanum sem margir foreldrar þekkja

Hanna Björk og Arnar fundu frábæra lausn á forstofuvandanum sem margir foreldrar þekkja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt að hann væri hysterískur þegar læknarnir fundu ekkert að honum – Svo prófaði hann þetta „og þá fyrst fóru hlutirnir að gerast“

Hélt að hann væri hysterískur þegar læknarnir fundu ekkert að honum – Svo prófaði hann þetta „og þá fyrst fóru hlutirnir að gerast“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti ömmu sína sama kvöld og hún steig á svið – „Hún fékk að sjá mig og kvaddi svo þennan heim“

Missti ömmu sína sama kvöld og hún steig á svið – „Hún fékk að sjá mig og kvaddi svo þennan heim“