Til eru upptökur af meintri áreitni leikarans Kevin Spacey ef marka má heimildir vestanhafs. Spacey er ákærður fyrir að hafa kynferðislega áreitt 18 ára pilt á öldurhúsi í Massachusetts sumarið 2016.
Sagt er að þolandinn hafi tekið atvikið upp á Snapchat og sent kærustunni sinni sem mun hafa geymt upptökurnar.
Ferill Spacey hvarf nánast á einni nóttu þegar hann var ásakaður um kynferðislega misnotkun. Spacey var rekinn úr þáttunum House of Cards og hlutverk hans í kvikmynd var klippt út.
Spacey hafði þangað til í síðustu viku tjáð sig lítið sem ekkert um málið, en þá gaf hann út myndband þar sem hann virtist vera í hlutverki sínu í House of Cards að hafna ásökununum.