fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Íþróttafólk ársins 2018 í Hafnarfirði – Sara Rós dansari og Axel kylfingur

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. desember 2018 23:15

Sara Rós Jakobsdóttir dansari úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar er íþróttakona Hafnarfjarðar árið 2018 og Axel Bóasson kylfingur frá Golfklúbbnum Keili íþróttakarl Hafnarfjarðar 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttafólk ársins 2018 í Hafnarfirði var valið í dag á árlegri Íþrótta- og viðurkenningarhátíð. Sara Rós Jakobsdóttir dansari úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar er íþróttakona Hafnarfjarðar 2018 og Axel Bóasson kylfingur frá Golfklúbbnum Keili íþróttakarl Hafnarfjarðar. Afrekslið Hafnarfjarðar 2018 er meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar og íþrótta- og tómstundanefnd stóðu í dag fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttamanna sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2018. Hátt í 500 einstaklingum var veitt viðurkenning á hátíðinni en auk þeirra var úthlutað 20 milljónum króna úr sjóði sem Rio Tinto á Íslandi, ÍBH og Hafnarfjarðarbær standa að og ætlað er að efla íþróttastarf 18 ára og yngri.

Íþróttakona, íþróttakarl og íþróttalið Hafnarfjarðar 2018

Afrekslið Hafnarfjarðar 2018 er meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar en liðið varð Íslandsmeistari félagsliða í frjálsíþróttum samanlagt karla- og kvennalið innanhúss, Íslandsmeistari félagsliða í frjálsíþróttum kvennaliðið innanhúss, bikarmeistari félagsliða í frjálsíþróttum karlaliðið innanhúss og bikarmeistari félagsliða í frjálsíþróttum kvennaliðið utanhúss. Auk þess átti liðið stóran hóp í öllum landsliðskeppnum í karla- og kvennaflokki á árinu.

Sara Rós Jakobsdóttir dansari úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar er íþróttakona Hafnarfjarðar árið 2018. Sara Rós er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í standard, latin og 10 dönsum á árinu. Hún keppir fyrir landslið Dansíþróttasambands Íslands ásamt dansfélaga sínum og tóku þau þátt í fjölda alþjóðlegra móta víðsvegar um heiminn með góðum árangri. Í ár er 6.sætið í úrlistakeppni Evrópumeistaramótsins í 10 dönsum besta afrek þeirra.

Axel Bóasson kylfingur frá Golfklúbbnum Keili er íþróttakarl Hafnarfjarðar árið 2018. Axel er einn af bestu kylfingum landsins og er á þriðja ári sem atvinnumaður. Hann er Íslandsmeistari og stigameistari karla á árinu. Hann sigraði á Evrópumóti atvinnumanna í blönduðum liðum ásamt Birgi Leif, Valdísi og Ólafíu á Gleneagles í Skotlandi. Axel varð einnig í öðru sæti liða í tvímenningi á Evrópukeppni atvinnumanna ásamt Birgi Leif.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“