Gunnar Kristinn Þórðarson formaður Samtaka umgengnisforeldra og helsti talsmaður Karlalistans, er greinilega lunkinn við málaratrönurnar og fyrir jól bauð hann málverk til sölu á Brask og brall, sem seldist daginn eftir.
Málverkið er eftirmynd ljósmyndar af Ólafi Ragnari Grímssyni þáverandi forseta Íslands með brjóstmynd af Jóni Sigurðssyni forseta á bak við sig.
„Málverk af forsetunum tveimur til sölu. Er amatur listmálari og ætla að freista þess að selja verkið til að fjármagna myndlistavörur. Málverkið er 50×70 sm, olía á striga. Prýðilegt fullveldismálverk,“ skrifar Gunnar á Facebook.
Færslan vakti nokkra athygli og á meðan sumir dásömuðu hæfileika Gunnars, voru aðrir sem létu hann heyra það í málefnum ótengdum efninu. Hvað sem segja má um manninn og málefnin, þá er ljóst að myndlistin fer vel í höndum hans.