fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Fjölskyldusöngleikur Kristínar Helgu frumsýndur í Samkomuhúsinu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. desember 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti samlestur á Gallsteinum afa Gissa fór fram í Samkomuhúsinu á Akureyri um miðjan desember. Um nýjan fjölskyldusöngleik eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Karl Ágúst Úlfsson og Þorvald Bjarna Þorvaldsson er að ræða en verkið verður frumflutt í Samkomuhúsinu 23. febrúar 2019.

„Það er hreint dásamlegt að heimsfrumsýning á Gissa og gallsteinakastinu verði á Norðurlandi og ég held niðri í mér andanum af spenningi! Óska leikarar, töfrandi tónlist og göldróttur leikstjóri. Þetta verður bara algjört kast,“ segir Kristín Helga sem gaf út samnefnda bók árið 2002. Kristín Helga er margverðlaunaður og án efa einn vinsælasti barnabókahöfundur landsins en á meðal bóka eftir hana eru bækurnar um Fíu Sól, Móa hrekkjusvín og Grímsævintýri – ævintýri hunds.

Leikstjóri söngleiksins er Ágústa Skúladóttir, leikmynd og búningar eru í höndum Þórunnar Maríu Jónsdóttur, lýsing eftir Lárus Heiðar Sveinsson og danshreyfingar eftir Katrínu Mist Haraldsdóttur. Hinn gamalreyndi Karl Ágúst Úlfsson leikur titilhlutverkið, afa Gissa sjálfan en með önnur hlutverk fara Benedikt Karl Gröndal, Birna Pétursdóttir, Jóhann Axel Ingólfsson, María Pálsdóttir og Margrét Sverrisdóttir. Með hlutverk barnanna fara Þórgunnur Una Jónsdóttir, Steingerður Snorradóttir, Örn Heiðar Lárusson og Daníel Freyr Stefánsson.

Gallsteinar afa Gissa fjallar um systkini sem búa á annasömu nútímaheimili og finnst sífellt verið að skipa sér fyrir. Eftir heimsókn til afa Gissa sem liggur á sjúkrahúsi eftir gallsteinaaðgerð tekur lífið óvænta stefnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Í gær

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu