Í tímaritinu Life Magazine frá 24. janúar 1944 birtist grein undir fyrirsögninni „ Jól á Íslandi“, sem fjallaði um jól bandaríska hersins á Íslandi árið 1943.
Í greininni er stuttlega fjallað um jól bandarísku hermannanna á Íslandi 1943 og á milli lína má lesa að móttökur Íslendinga hafi upphaflega verið heldur kuldalegar. Greinahöfundur segir þó að þessi jólin hafi viðmót Íslendingana batnað til muna. Fyrir jólin hafði greinilega ekki verið draumur margra íslenskra kvenna að vera með dáta, en samkvæmt greininni mættu, í fyrsta sinn, fleiri en sex íslenskar konur á dansleik til hermannanna.
„ Amerískir hermenn vörðu þeirra þriðju, og bestu, jólum á Íslandi þennan veturinn. Eftir 29 mánaða hernám eru þeir orðnir hluti samfélagsins á þessum kuldalega stað í Atlantshafinu og samfélagið hluti af þeim. Íslendingarnir sjálfir, en kuldalegt tómlæti þeirra er eitt af náttúruhættum eyjunnar, hlýnuðu gagnvart Ameríkönunum sem aldrei fyrr. Á jólakvöldi var herliðunum boðið til messu í lúthersku kirkjunni og þar var sem fór fram kertalýst hátíðarathöfn. Íslenskur kór flakkaði milli amerískra spítala og hermenn héldu jólaböll fyrir íslensk börn. Á dansleik sem haldinn var í einni af miðstöðvum rauða krossins, mættu 68 íslenskar stúlkur, en áður höfðu aldrei mætt fleiri en sex. Hátíðarandinn var mikill. Búðirnar voru skreyttar með jólaskreytingum og í stað Spam skinkunnar sem var borðuð fyrstu jól herliðanna á eyjunni átu menn kalkún og drukku bjór. Jólin náðu jafnvel til einangraðra svæða þar sem eftirlitssveitir voru veðurtepptir. Flugvélar hentu til þeirra mat og jólatrjám.“
Greinina má finna hér