fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Jólagóðverk dagsins

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 23. desember 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Barðdal Þórisdóttir er ÍAK einkaþjálfari, heilsumarkþjálfi og stofnandi hiitfit.is. Hún hjálpar konum að verða heilsuhraustari og hamingjusamari í gegnum námskeið og þjálfanir á vegum hiitfit.is 

Í desember er jóladagatal á síðunni þar sem þú færð hugmyndir af stuttum og raunsæjum skrefum til þess að halda líkamlegri og andlegri heilsu í góðu jafnvægi fram að jólum – og inn í nýja árið.

Glugginn fyrir 20. desember bauð upp á að gera jólagóðverk:

Jólagóðverk dagsins: Gleddu vin!

Af hverju? Bjóddu fram aðstoð þína með einhverju móti í dag. Hingað til höfum við gefið gjafir, hugsað um okkur sjálf og okkar nánustu, verið til staðar í núinu og hugsað vel bæði um líkama og sál. Við viljum því halda áfram í sama stíl og hvetja ykkur til þess að gefa ykkur eins mikinn tíma og þið hafið aflögu í dag til þess að bjóða fram aðstoð ykkar til einhvers sem þið vitið að þurfið kannski á henni að halda.

Við erum að sjálfsögðu með nokkrar góðar hugmyndir sem geta komið þér áleiðis:

  • Komdu við hjá ömmu eða afa, mömmu eða pabbaá leiðinni heim eftir daginn og bjóddu fram aðstoð þína við jólaundirbúninginn; pakka inn, skrifa jólakort, taka til, undirbúa mat, og kannski er besta aðstoðin sem þú getur veitt, sú að drekka einn góðan kaffi- eða tebolla og hlæja saman í smá stund.
  • Ef þú hefur ekki tækifæri á því að droppa við eða leggja fram aðstoð akkúrat í dag – taktu þá upp símann og heyrðu í ættingja eða vinsem þú hefur ekki heyrt í í langan tíma. Það er ótrúlega merkilegt hvernig samskiptin hafa á undanförnum árum færst frá því að vera í gegnum símann – það er í formi hringinga – og í að vera á skriflegu formi í gegnum samskiptamiðla eða sms. Það er þó eins og einhver hluti samskipta tapast við þetta og bara að fá gamaldags-hringingu frá einhverri sem maður hefur ekki heyrt í í langan tíma getur verið óvæntur gleðigjafi í amstri dagsins.
    Hver veit nema þið finnið góðan tíma til að gera eitthvað skemmtilegt saman í janúar?
  • Fáðu góða vinkonu með þér í jólastúss eða bjóddu einhverjum að koma til þín meðan þú jólaundirbýrð heima. Hvað er betra en að gera þessa hluti í góðum félagsskap?

En af hverju mælum við með því að þú gerir þetta nákvæmlega í dag – Nú eru jólin bara rétt handan við hornið og þá virðist stundum vera sem klukkutímarnir í deginum séu orðnir enn færri – og það er í sjálfu sér alveg rétt þar sem dagarnir nú eru þeir stystu á árinu. Það er því gott að láta minna sig á að jólaamstrið getur alveg orðið að einhverju jákvæðu sem ýtir undir samveru og nálægð og verið notalegt í stað þess að vera stressandi.

Við getum kannski ekki bætt fleiri klukkutímum í daginn, fækkað nauðsynlegum verkefnum enn meira – en við getum ákveðið hvernig við tæklum aðstæður og hvernig við hugsum um hlutina. Jólaundirbúningurinn getur verið íþyngjandi, en getur hann ekki líka verið tilefni til þess að njóta á annan hátt með þeim sem maður gjarnan vill hafa meira samband við?

Prófaðu þetta sjálf í dag og njóttu dagsins!

Skrá má sig í jóladagatalið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið