Minningarveggur hefur verið reistur um Þorbjörn Hauk, öðru nafni Tobba, sem varð útigangsmaður í kjölfar þess að hann lenti í alvarlegu bílslysi árið 1992. Eins og komið hefur fram í fyrri fréttum DV, sjá hér og hér, minntist móðir Tobba sonar síns í skrifum fyrr í haust.
Tobbi lést fyrr í haust.
Minningarveggur um Þorbjörn hefur nú verið reistur við Lækjargötu í Reykjavík. Þar er fólki frjálst að skilja eftir matvöru, fatnað eða annað nýtilegt sem fólk er á um sárt að binda getur nýtt sér. „Á vegginn geta þeir sem eiga um sárt að binda, náð i fatnað, matvöru eða annað á veggnum – allt eftir því hvað fólk hefur hengt á hann. Ef þið eigið leið á Lækjargötu megið þið gjarnan hafa þetta i huga,“ segir í Facebook-færslu um málið.