fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Minningarveggur um Tobba reistur: Fátækir geta nálgast matvöru og fatnað við vegginn

Ágúst Borgþór Sverrisson, Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. desember 2018 17:58

Mynd frá síðasta fundi mæðginanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minningarveggur hefur verið reistur um Þorbjörn Hauk, öðru nafni Tobba, sem varð útigangsmaður í kjölfar þess að hann lenti í alvarlegu bílslysi árið 1992. Eins og komið hefur fram í fyrri fréttum DV, sjá hér og hér, minntist móðir Tobba sonar síns í skrifum fyrr í haust.

Tobbi lést fyrr í haust.

Minningarveggur um Þorbjörn hefur nú verið reistur við Lækjargötu í Reykjavík. Þar er fólki frjálst að skilja eftir matvöru, fatnað eða annað nýtilegt sem fólk er á um sárt að binda getur nýtt sér.  „Á vegginn geta þeir sem eiga um sárt að binda, náð i fatnað, matvöru eða annað á veggnum – allt eftir því hvað fólk hefur hengt á hann. Ef þið eigið leið á Lækjargötu megið þið gjarnan hafa þetta i huga,“ segir í Facebook-færslu um málið.

„Veggurinn er við Lækjargötu þar sem verið er að byggja hótel á móti Iðnó,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, móðir Þorbjarnar Hauks í samali við DV. „Þar verður veggurinn fram að áramótum svo finnum við framtíðar vegg í borginni. Helst nálægt Ingólfstorgi ef það væri hægt.“
Guðrún og Guðný Pálsdóttir sem hefur komið að verkefninu ásamt Guðrúnu.
DV hvetur þá sem tök hafa á að fara og hengja flíkur á vegginn fyrir jól eða áramót. Hugsum um náungann um hátíðirnar, sem og aðra daga.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024