fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Meirihluti landsmanna kýs að halda upp á jólin með gervijólatré

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. desember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri könnun MMR þá mun meirihluti heimila skarta gervitré yfir jólin líkt og fyrri ár. Litlar breytingar hafa orðið á jólatrjáahefðum landsmanna undanfarin ár en samkvæmt könnun MMR sem framkvæmd var dagana 5. til 11. desember segjast 54,5% landsmanna ætla að setja upp gervijólatré á heimili sínu þessi jól, 31,9% segjast ætla að setja upp lifandi jólatré en 13,6% segja ekkert jólatré verða á sínu heimili.

Munur eftir aldri, tekjum og stuðningi við stjórnmálaflokka.
Þegar litið er til bakgrunns svarenda má sjá að lítill munur reyndist á uppsetningu jólatrjáa eftir kyni. Svarendur á aldrinum 30-49 ára reyndust líklegust allra aldurshópa til að segjast munu hafa lifandi tré á heimilum sínum (33%), þau 18-29 ára reyndust líklegust til að segjast ætla að setja upp gervitré (56%) en svarendur í elsta aldurshópi (68 ára og eldri) voru líklegust til að segjast ekki ætla að vera með jóla tré í ár. Þá reyndust svarendur á höfuðborgarsvæðinu (33%) líklegri en þeir af landsbyggðinni (30%) til að segja lifandi jólatré skreyta heimili sín í ár.
 
Ef litið er til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsfólk Samfylkingar (41%), Viðreisnar (38%) og Sjálfstæðisflokks (36%) voru líklegust til að segjast munu hafa lifandi jólatré í ár en stuðningsfólk Flokks fólksins (72%) og Miðflokks (64%) reyndust líklegust til að segjast ætla að notast við gervitré. Þá reyndist stuðningsfólk Pírata (22%) líklegast til að segjast ekki ætla að hafa jólatré á heimilum sínum í ár.
 
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 975 einstaklingar á aldrinum 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 5.-11. desember 2018
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni