fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Karen datt í lukkupottinn í jólaleik DV Fókus

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. desember 2018 09:30

Karen Hilmarsdóttir, ásamt börnum sínum, Sólrúnu Brynju og Hilmari Braga, tekur við hátalaranum frá umsjónarkonu DV Fókus, Rögnu Gestsdóttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karen Hilmarsdóttir vann Pulse 3 bluetooth hátalara frá JBL frá Heimilistækjum í jólaleik DV Fókus og var að vonum í skýjunum með gjöfina. Karen var dregin út af handahófi, en hún skrifaði í athugasemd að hún„gæti ekki taggað soninn, Hilmar Braga, því hann er bara að verða 8 ára og er ekki með Facebook en á óskalistanum hans er einmitt JBL hátalari.“

Karen brunaði því af stað til Reykjavíkur um leið og hún fékk skilaboð um að hún hefði unnið, en fjölskyldan býr í Keflavík. Hilmar Bragi og systir hans Sólrún Brynja komu með, en Hilmar Bragi vissi ekkert hvert erindi borgarferðarinnar var. Að vonum voru þau himinlifandi með gjöfina, og degi seinna sendi Karen skilaboð til DV Fókus: „Takk kærlega fyrir okkur, hér er búið að prófa hátalarann og dansa mikið.“

DV Fókus óskar Karen innilega til hamingju með hátalarann og þakkar jafnframt öllum þeim sem tóku þátt í jólaleiknum. Þátttakan fór fram úr okkar björtustu vonum. Við munum halda áfram að gefa góðar gjafir á nýju ári, þannig að endilega látið ykkur líka við Facebook-síðu DV Fókus og fylgist með.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“