fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Apple Airpods tróna á toppi jólagjafaóskalista Íslendinga

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. desember 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Já hefur tekið saman þær vörur sem landsmenn hafa mest verið að skoða fyrir jólin í vöruleit Já.is. Listarnir eru tveir, annars vegar þær vörur sem hafa oftast verið skoðaðar í vöruleitinni og hins vegar þær vörur sem hafa oftast verið settar í óskalista en allt vöruúrval íslenskra vefverslana er nú aðgengilegt á nýjum Já.is og á einum stað er nú hægt að leita í vöruúrvali tæplega 400 íslenskra vefverslana, sem er bylting fyrir íslenska neytendur.

Þegar listarnir eru bornir saman má sjá að margt er ólíkt með þeim. Snyrtivörur eru til að mynda áberandi á óskalistum landsmanna og eru Estée Lauder rakadropar sem vinna gegn ótímabærri öldrun í öðru sæti yfir þær vörur sem oftast eru settar í óskalista. Það þarf þó mögulega hugrekki til að láta þá rata í jólapakkann. Hins vegar tróna Apple AirPods heyrnartólin á toppnum á báðum listum og því allar líkur á að þau muni lenda í mörgum jólapökkum í ár og hitta beint í mark.

Mest skoðuðu vörurnar á lista Já:

  1. Apple AirPods
    2. Bose QC35 II heyrnartól
    3. 66° Norður Jökla úlpa
    4. Daniel Wellington úr
    5. Bose SoundSport Free heyrnartól
    6. Reflections Ophelia kertastjaki
    7. Cintamani Unnur úlpa
    8. Nike Tech Fleece hettupeysa
    9. Nike Tech Fleece buxur
    10. Royal Copenhagen Mæðraplattinn 2018

Vörurnar sem oftast eru settar á óskalista á lista Já:

1. Apple AirPods
2. Estée Lauder Advanced Night Repair rakadropar sem vinna gegn öldrun
3. Apple Watch Series 4 úr
4. Glamglow Supermud Clearing maski
5. 66° Norður Jökla úlpa
6. Bose SoundSport Free heyrnartól
7. Lúxuspakki frá Eco By Sonya
8. Nike Power buxur
9. Urð Stormur ilmkerti
10. Marc Inbane brúnkusprey

500.000 vörur frá íslenskum vefverslunum eru nú aðgengilegar í leit á nýjum og endurbættum Já.is en nýr vefur var settur í loftið fyrir stuttu með það að markmiði að auðvelda Íslendingum að gera bestu kaupin.  Í vöruleitinni geta notendur Já.is fundið og borið saman vörur og verð frá mismunandi söluaðilum, búið til óskalista og fengið sendar tilkynningar þegar vörur eru á tilboði eða þegar verð breytist. Óskalistunum er hægt að deila með vinum og vandamönnum, sem mun án efa létta mörgum lífið á síðustu metrunum fyrir jól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“