Athafnakonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir, sem starfaði síðast sem útvarpsmaður á K100, er kominn með nýjan mann upp á arminn, en sá lukkulegi er Pálmar Ragnarsson.
Pálmar þjálfar yngri flokka Vals í körfubolta og hefur einnig haldið fyrirlestra um þjálfun barna, sem hafa slegið í gegn. Hann er sex árum yngri en Rikka, sem fagnaði fertugsaldrinum í ár.
Rikka hefur starfað í fjölmiðlum um margra ára skeið og vakið sérstaka lukku sem matgæðingur og sælkeri. Útivist er einnig hennar ær og kýr.
Fyrr á árinu slitnaði upp úr sambandi Rikku og Haraldar Arnar Ólafssonar pólfara, en þau voru saman í nokkur ár.