fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fókus

Secret Solstice kynnir fyrstu nöfnin sem koma fram árið 2019 – Rita Ora kemur til landsins

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. desember 2018 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarhátíðin Secret Solstice mun fara fram í sjötta sinn 21. – 23. júní 2019 og fyrstu erlendu listamennirnir voru tilkynntir nú fyrir stuttu.

Á föstudag munu stíga á svið breska söngkonan Rita Ora og hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix.

Breska söngkonan Rita Ora [UK] Ora hefur unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal MTV og Billboardverðlauna. Sem söngkona á hún flest lög sem hafa farið inn á topp tíu í Bretlandi

Hollenski Martin Garrix [NL] – Friday Headliner. Stærsti plötusnúður heims síðustu þrjú árin samkvæmt DJMag.com, sem er þekktasti plötusnúðalisti í heimi.

Árið 2016 vann hann verðlaun fyrir bestu sviðsframkomu á MTV verðlaununum (Best World Stage Performance á MTV Europe Music Awards).

Hann hefur náð fjórfaldri platínum sölu á fjölmörgum laga sinna. Hann hefur verið að spila á stærstu tónlistarhátíðum heims síðustu árin.

Önnur stór nöfn erlendra listamanna sem tilkynnt voru í dag eru:

Rússneska pönksveitin Pussy Riot [RU] hlutu friðarverðlaun sem kennd eru við bítilinn John Lennon og Yoko Ono hér á landi árið 2012.

Á sama tíma sátu þær í fangelsi í Rússlandi fyrir pönkbæn sem fram fór í dómkirkju í landinu, en slíkt var ekki vel liðið af hálfu Pútín.

Breska elektróníska sveitin Morcheeba [UK] er eitt þekktast band tíunda áratugarins. Þeir eru frumkvöðlar Trip hop.

Rödd söngvarans er ein eftirminnilegasta rödd tónlistarheimsins.

Norska indie pop-rokksveitin Boy Pablo [NO]. Boy Pablo varð að stjörnu eftir að myndband þeirra á YouTube varð viral, þeir hafa farið á tónleikaferðalög um Evrópu, Bandaríkin og Kanada. Önnur plata þeirra kom út í október. Heimsfrægð er handan við hornið hjá Boy Pablo. Á lista NPR yfir bestu nýliða ársins er Boy Pablo í 2. sæti.

Kanadíski plötusnúðurinn Nitin [CA] er stofnandi No.19 sem er stærsta underground plötuútgáfufyrirtæki í Kanada.

Hann hefur átt 15 ára farsælan feril í tónlistarheiminum og er talinn vera einn af bestu plötusnúðum heims.

Allar upplýsingar um Secret Solstice 2019 má finna á heimasíðu og Facebook-síðu tónlistarhátíðarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“
Fókus
Í gær

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Auður Gísla og Elvar Freyr eiga von á barni

Auður Gísla og Elvar Freyr eiga von á barni