Tónlistarhátíðin Secret Solstice mun fara fram í sjötta sinn 21. – 23. júní 2019 og fyrstu erlendu listamennirnir voru tilkynntir nú fyrir stuttu.
Á föstudag munu stíga á svið breska söngkonan Rita Ora og hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix.
Breska söngkonan Rita Ora [UK] Ora hefur unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal MTV og Billboardverðlauna. Sem söngkona á hún flest lög sem hafa farið inn á topp tíu í Bretlandi
Hollenski Martin Garrix [NL] – Friday Headliner. Stærsti plötusnúður heims síðustu þrjú árin samkvæmt DJMag.com, sem er þekktasti plötusnúðalisti í heimi.
Árið 2016 vann hann verðlaun fyrir bestu sviðsframkomu á MTV verðlaununum (Best World Stage Performance á MTV Europe Music Awards).
Hann hefur náð fjórfaldri platínum sölu á fjölmörgum laga sinna. Hann hefur verið að spila á stærstu tónlistarhátíðum heims síðustu árin.
Önnur stór nöfn erlendra listamanna sem tilkynnt voru í dag eru:
Rússneska pönksveitin Pussy Riot [RU] hlutu friðarverðlaun sem kennd eru við bítilinn John Lennon og Yoko Ono hér á landi árið 2012.
Á sama tíma sátu þær í fangelsi í Rússlandi fyrir pönkbæn sem fram fór í dómkirkju í landinu, en slíkt var ekki vel liðið af hálfu Pútín.
Breska elektróníska sveitin Morcheeba [UK] er eitt þekktast band tíunda áratugarins. Þeir eru frumkvöðlar Trip hop.
Rödd söngvarans er ein eftirminnilegasta rödd tónlistarheimsins.
Norska indie pop-rokksveitin Boy Pablo [NO]. Boy Pablo varð að stjörnu eftir að myndband þeirra á YouTube varð viral, þeir hafa farið á tónleikaferðalög um Evrópu, Bandaríkin og Kanada. Önnur plata þeirra kom út í október. Heimsfrægð er handan við hornið hjá Boy Pablo. Á lista NPR yfir bestu nýliða ársins er Boy Pablo í 2. sæti.
Kanadíski plötusnúðurinn Nitin [CA] er stofnandi No.19 sem er stærsta underground plötuútgáfufyrirtæki í Kanada.
Hann hefur átt 15 ára farsælan feril í tónlistarheiminum og er talinn vera einn af bestu plötusnúðum heims.
Allar upplýsingar um Secret Solstice 2019 má finna á heimasíðu og Facebook-síðu tónlistarhátíðarinnar.