fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Er Ísland besti staðurinn í heimi til að vera kona? Margrét segir venjur þurfa að breytast

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 20. desember 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í dag eru konur um allan heim með takmarkaðri aðgang að völdum, auðæfi og menntun heldur en karlmenn. En ein lítil eyja leiðir heiminn í því að brúa bilið á milli kynjanna. Ísland hefur það að leiðarljósi að koma fleiri mæðrum aftur til vinnu, að útrýma staðalmyndum og launamismun. Gæti Ísland veitt heiminum innblástur og leyst einn stærsta vanda heimsins?“

Með þessum orðum hefst myndband frá fréttaritinu The Economist þar sem jafnfrétti kynjanna og framúrstefnulegt hugarfar Íslendinga er til umræðu.

Í myndbandinu er farið yfir tölfræði og neikvæð áhrif staðalmynda. Einnig er meðal annars rætt við Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjallastefnunnar, sem segir það vera ótvírætt að jafnrétti sé lykillinn að framtíðinni og breytingu á hegðunarmynstri kynjanna.

„Ef strákar venja sig á það að vera alltaf sterkir, alltaf ákveðnir og taka við stjórn, þá enda þeir á því að gerast hrottar, slást og brjóta reglur,“ segir Margrét og bætir við að samfélög sendi einnig villandi skilaboð til stelpna, en á hinum enda umræðunnar.

„Ef þær venja sig á að vera ávallt hjálpfúsar, umhyggjusamar, með hag annarra í huga eða leita til annarra fyrir samþykki, þá gleyma þær sjálfum sér. Við þurfum að komast burt frá þessum öfgafullu einkennum. Við þurfum öll að færast nær miðjunni.“

Myndbandið frá fréttaritinu má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju
Fókus
Fyrir 2 dögum

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þau eignuðust börn árið 2024

Þau eignuðust börn árið 2024
Fókus
Fyrir 6 dögum

Flugmaður Play fangar töfrandi sjónarspil úr háloftunum og gefur góð ráð – Svona nærðu flottum myndum af norðurljósunum

Flugmaður Play fangar töfrandi sjónarspil úr háloftunum og gefur góð ráð – Svona nærðu flottum myndum af norðurljósunum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu