Hjálmar Friðbergsson, sem sér um Facebook-síðuna Iðnaðarmenn Íslands, sló á létta gítarstrengi í jólakveðju sem hann póstaði á síðuna á laugardag.
„Ég fékk þá hugmynd að væri sniðugt að taka upp jólakveðju með gítar og borvél,“segir Hjálmar, sem skorar á aðra iðnaðarmenn, sem eru tónlistarmenn að taka upp jólalag og/eða kveðju.
Í myndbandinu syngur hann og spilar jólalög á gítar. Gítarleikurinn er þó ekki hefðbundinn því Hjálmar notar borvél við spilið.
Myndbandið er tekið upp í einni töku og sjón er sögu ríkari.