fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Stærsta borðtennismót áhugamanna á Íslandi ? Þúsundir fylgdust með úrslitaleik opna Sahara mótsins á Facebook

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. desember 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk stafrænu auglýsingstofunnar Sahara gerði sér glaðan dag á föstudag eins og víða er gert í fyrirtækjum síðustu daga fyrir jól. Starfsfólkið sló upp veislu og mætti í jólapeysum og gæddi sér á jólabjór. Það sem gerði þessa gleði þó frábrugða öðrum var miðpunktur gleðinnar sem var úrslitaleikur í borðtennismóti Sahara þar sem starsfólkið hefur verið að keppa við hvort annað í útsláttakeppni síðan í sumar. 

Skemmtikrafturinn og gleðipinninn Hjálmar Örn Jóhannsson sá um að lýsa þessum risa íþróttaviðburði í beinni útsendingu og keppnin var hin líflegasta. Skemmst er frá því að segja að Hjálmar brást ekki aðdáendum sínum og leysti verkefnið af stakri snilld.

„Facebook live sem tæki í markaðsstarfi hverskonar er að ryðja sér til rúms um allan heim og okkur langaði að prófa þennan vettvang bæði til að sanna það fyrir okkur og samstarfsaðilum að þetta virki,“ segir Davíð Lúther Sigurðsson framkvæmdastjóri og einn eigenda Sahara. „Svo var þetta bara skemmtilegt hópefli og gott partý í leiðinni.“

Það voru þeir Andreas Örn Aðalsteinsson og Sindri Freyr Guðjónsson sem spiluðu til úrslita að þessu sinni, en mótið sem slíkt hefur staðið yfir síðan í sumar en úrslita leikur, loka átökin, fóru fram í jólapartýinu. Það er ljóst þegar kemur að borðtennis að þá verður opna Sahara mótið í borðtennis einn stærsti íþróttaviðburður ársins.

Um leið og hugmyndin hjá Sahara var að slá á létta strengi og hafa gaman var þetta líka ákveðin tilraun í að nota Facebook-Live möguleikann á þessum vettvangi og það verður að teljast hafa heppnast vel því um sólarhring síðar voru átján hundruð manns búnir að horfa á úrslitaleikinn í borðtennismóti Sahara.

Hægt er að skoða keppnina hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“