fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Raggi á trúnó: „Helle er náttúrulega stóra ástin í lífi mínu“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. desember 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hún er náttúrulega stóra ástin í lífi mínu. Ég hef oft hugsað hvort hún hafi verið send inn á réttum tíma,“ segir Ragnar Bjarnason um eiginkonu sína, Helle Birthe. Hún gekk inn á veitingahús með vinkonu sinni þar sem hljómsveit Ragga var að spila.

„Ég sé hana, og bara, hvort ég hætti að spila eða beið í hálftíma eftir pásu. En ég labbaði til hennar og sagði bara við hana: Heyrðu elskan, ég ætla bara að giftast þér,“ segir Raggi.

Raggi er frægur fyrir að muna ekki lagatexta og er gert góðlátlegt grín að því í þáttunum sem öðru með þessum ástsæla söngvara íslendinga.

Raggi er einn fjögurra tónlistarmanna sem sýna á sér nýja hlið í annarri þáttaröð Trúnó, sem snýr aftur í Sjónvarpi Símans Premium 21. desember. Aðrir viðmælendur eru Gunnar Þórðarson, Högni Egilsson og Mugison.

Þeir segja okkur frá hlutum og viðburðum í þeirra lífi sem hafa mótað listsköpun þeirra í tónlist með einlægum hætti, segja frá hlutum sem þeir hafa ekki talað um áður.

„Þetta eru draumaviðmælendur sem ég fékk í báðum seríunum. Tónlistin þeirra er svo stór hluti af lífi okkar allra. Mig langaði að hafa þættina í eldhúsinu heima hjá þeim og komast að kjarnanum um lífið og listina,“ segir Anna Hildur.

Allir fjórir þættirnir verða aðgengilegir í Sjónvarpi Símans Premium 21. desember en þeir eru framleiddir af Tattarrattat fyrir Símann. Hugmynd og handrit þáttanna á Anna Hildur Hildibrandsdóttir, en leikstjóri og tökumaður er Margrét Seema Takyar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“